Ungar athafnakonur

Tók þátt í aðalfundi Ungra athafnakvenna þar sem kosið var m.a. í stjórn. Frábært að hitta svona kröftugar ungar konur og fá tækifæri til að spjalla við þær.

Hlutverk Ungra athafnakvenna er að hvetja ungar konur til dáða, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að þróa hæfileika sína. Í félaginu eru um 150 félagskonur sem hafa það sameiginlegt að vilja skara fram úr og vilja eyða þeim vandamálum sem ungar konur á vinnumarkaði standa frammi fyrir í dag. Félagið Ungar athafnakonur var stofnað 2014 og hefur staðið fyrir fjölmörgum viðburðum síðan.

Ég hlakka til að taka áfram þátt í starfi félagsins.