Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu

Ég sótti sem formaður utanríksimálanefndar Alþingis þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu ESB sem haldin var í Vín. Með mér í för voru þingmenn úr utanríkismálanefnd, Ari Trausti, Þorgerður Katrín og Gunnar Bragi. Þát­tak­end­ur í ráðstefn­unni eru ríki sam­bands­ins auk þeirra Evr­ópu­ríkja sem eru utan þess en aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), Íslands, Nor­egs og Tyrk­lands.

Ráðstefn­an er hald­in tvisvar á ári í þeim aðild­ar­ríkj­um ESB sem fara með sex mánaða for­mennsku í ráðherr­aráði sam­bands­ins. Meðal þess sem rætt var á þing­mannaráðstefn­unni er stefna ESB gagn­vart ná­granna­ríkj­um í austri, staða flóttamannamála ofl.