Fundur í Hafnarfirði: Menntun til framtíðar

Ég var gestur á morgunfundi í Hafnarfirði 17. nóvember þar sem ég ræddi tækifærin í menntakerfinu til framtíðar, stöðu iðnnáms, frumvarpið mitt um jafna stöðu sveins- og stúdentsprófs og aðrar áskoranir. Margir mættu á fundinn þrátt fyrir aftaka veður. Gaman var að heyra frá bæjarstjóranum, Rósu Guðbjartsdóttur og fleiri bæjarfulltrúum um skólastarfið í Hafnarfirði, áhersluna á fjölbreytt rekstrarform og tækifæri.

Hafnfirðingar reka fyrirmyndarstarf félagsstarf með vikulegum laugardagsfundum og öðrum viðburðum. Takk fyrir mig.