Fullveldi og þjóðaröryggi

Ég flutti ræðu á ráðstefnu þjóðaröryggisráðs og Alþjóðamálastofnunar um fullveldi og þjóðaröryggi föstudaginn 23. nóvember.

Ég lagði áherslu á lýðræði og viðskipti. Sagan sýnir að lýðræðisþjóðir og þau ríki sem eiga sameiginlega hagsmuni eru líklegri til að vilja eiga friðsamleg samskipti sín á milli. Meginforsendur friðar í Evrópu sl. 70 ár eru að ríkin sem áður háðu stríð við hvort annað á vígvellinum eru orðin að lýðræðisríkjum og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í formi frjálsra viðskipta sín á milli.

Ráðstefnan var haldin af þjóðaröryggisráði og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Upptöku af fundinum má nálgast hér.