Súpufundur í Borgarbyggð

Ég mætti á laugardagsfund í Borgarnesi þar sem ég spjallaði við gesti um fjárlögin og menntamál með áherslu á iðnnámið. Það var vel mætt og skemmtilegar umræður sem sköpuðust í lokin á fundinum. Þá fór Pálmi Þór Sævarsson formaður byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi yfir stöðu framkvæmda við skólann og Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð yfir fundargerðir byggðarráðs, fjárhagsáætlun og framkvæmdir sem eru framundan í sveitarfélaginu.

Spennandi tímar í Borgarbyggð!