Bábiljur um orkupakka

Brátt hefst að nýju umræða á Alþingi um þriðja orkupakk­ann, sem hef­ur þegar verið rædd­ur meira en nokk­urt annað þing­mál í sög­unni, en mál­inu lýk­ur með at­kvæðagreiðslu í þing­inu 2. sept­em­ber. Þó að málið hafi verið í vinnslu hjá stjórn­völd­um og Alþingi í mörg ár er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við það hef­ur sprottið upp og stór­ar full­yrðing­ar sett­ar fram um meint­ar skelfi­leg­ar af­leiðing­ar þess.

Oft hef­ur verið haldið fram röng­um og vill­andi full­yrðing­um um málið, meðal ann­ars í bláa bæk­lingn­um sem fylgdi Morg­un­blaðinu í síðustu viku.

Þar var gefið í skyn að mark­mið þriðja orkupakk­ans fæli í sér að Íslend­ing­um væri skylt að leggja sæ­streng til Evr­ópu. Mark­mið orkupakk­ans er vissu­lega að efla innri markaðinn sem við höf­um verið part­ur af síðan 1993 en breyt­ir engu um að end­an­legt vald um milli­landa­teng­ing­ar er hjá hverju landi fyr­ir sig. Það er margstaðfest af helstu sér­fræðing­um um EES-samn­ing­inn og einnig fram­kvæmda­stjóra orku­mála hjá ESB. Þá er full­yrt að með inn­leiðing­unni komi sam­ræmd evr­ópsk lög­gjöf í stað ís­lenskr­ar. Það er alrangt því að við ákváðum árið 1999 að taka upp evr­ópska lög­gjöf í orku­mál­um og inn­leidd­um hana fjór­um árum síðar. Þriðji orkupakk­inn er því ekki frá­vik held­ur fram­hald á ára­tuga­langri stefnu Íslands. Það er al­farið á hendi Íslands að taka ákvörðun um lagn­ingu sæ­strengs eins og fram kom í sam­dóma áliti fræðimanna sem komu fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd. En til þess að taka af öll tví­mæli hef­ur verið lagt fram laga­frum­varp þar sem kveðið er á um að ekki verði ráðist í teng­ingu með sæ­streng nema að und­an­gengnu samþykki Alþing­is.

Í orkupakk­an­um felst ekki af­sal á for­ræði yfir auðlind­inni. Tak­markað og af­markað valda­framsal á ein­ung­is við um til­tek­in af­mörkuð mál­efni ef Ísland ákveður að tengj­ast sæ­streng til Evr­ópu. Rétt eins og seg­ir í minn­is­blaði frá ut­an­rík­is­ráðuneyti þegar Gunn­ar Bragi Sveins­son gegndi embætti ut­an­rík­is­ráðherra: „Rétt er að hafa í huga varðandi stofn­un­ina ACER og vald­heim­ild­ir henn­ar, að á meðan að Ísland er ein­angrað raf­orku­kerfi, þ.e. ekki með teng­ingu í nein önn­ur raf­orku­kerfi t.d. með sæ­streng, þá get­ur ACER ekki tekið ákvörðun gegn Íslandi.“ En ef Alþingi tæki ákvörðun um að tengj­ast landi inn­an ESB, sem Bret­land verður til dæm­is ólík­lega inn­an skamms, myndi virkj­ast tveggja stoða fyr­ir­komu­lagið þannig að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA tæki ákvörðun­ina en ekki ACER. Því er í engu til­viki um að ræða framsal til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins, hvort sem við tengj­umst eða ekki.

Margt af því sem rætt hef­ur verið síðustu miss­er­in mun nýt­ast vel við vinnu við gerð orku­stefnu fyr­ir Ísland en alltof mikið af því á ekki við um þriðja orkupakk­ann og er til þess fallið að af­vega­leiða umræðuna.