Klaustur og fegurðarsamkeppni

Kom fram í viðtali í fréttatímum Rúv og Stöð 2 vegna Klaustursmálsins. Skilaboðin mín voru einföld: „Það er auðvitað bara þeirra að svara fyrir þessi ummæli sín. Það er ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma um útlit og atgervi þingkvenna, sem þeir starfa með." http://www.ruv.is/frett/otrulegt-ad-their-daemi-utlit-og-atgervi-kvenna http://www.visir.is/g/2018181128648

Landsfundur Conservatives í Bretlandi

Það var virkilega gaman að sækja landsfund Conservatives í Bretlandi. Áttum þar góða fundi við ráðherra og þingmenn um ýmis málefni sem tengja löndin og flokkana saman. Ásamt stöðunni í Brexit og sambandi landanna að því loknu. Það var líka gott að sjá að fólk er farið að hugsa fram á við og til tækifæranna […]

Á sjónum

„Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman […]

Ferð á Austurland

Fór í frábæra dagsferð á Austurlandið að hitta sjálfstæðismenn. Byrjaði að hitta Önnu og Þór á Egilsstöðum, þaðan lá leiðin á Reyðarfjörð þar sem ég fékk kynningu á uppbyggingu Austurlands fyrir ferðamenn og millilandaflug beint frá Bretlandi sem hefst í sumar hjá Maríu hjá Austurbrún. Þaðan á Eskifjörð og skoðaði uppbygginguna þar, bæði glænýtt hótel hjá […]

Ferðir á Suðurland

Skemmtilegur dagur á Suðurlandinu. Hann byrjaði snemma með heimsókn á lögreglustöðina á Selfossi að kíkja á gamla samstarfsmenn. Það verður skrítið að klæða sig ekki í lögreglufötin þetta sumarið. Síðan fór ég á mjög fjölmennt kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem var haldið á Hellu, þar sátum við forystan ásamt framkvæmdastjóra fyrir svörum. Þá kíkti ég […]

Ungar athafnakonur

Tók þátt í aðalfundi Ungra athafnakvenna þar sem kosið var m.a. í stjórn. Frábært að hitta svona kröftugar ungar konur og fá tækifæri til að spjalla við þær. Hlutverk Ungra athafnakvenna er að hvetja ungar konur til dáða, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að þróa hæfileika sína. Í félaginu eru um 150 félagskonur sem hafa […]

Heimsókn í FSU

Ég fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að tala við ungt áhugasamt fólk um stjórnmál og möguleikann til að breyta einhverju til hins betra. Við spjölluðum við unga fólkið ásamt fulltrúum allra flokka.

Ferðir á Norðurland

Ég hef undanfarið farið í nokkrar ferður á Norðurlandið. Í mars fór í skemmtilega ferð. Við Svanhildur Hólm flugum í Aðaldal og byrjuðum á aðalfundi á Grenjaðarstað ásamt Valgerði Gunnarsdóttur þingmanni. Þar áttum við gott spjall við sjálfstæðismenn. Við fengum frábæra gistingu hjá Margréti Hólm sem tók afskaplega vel á móti okkur á Húsavík. Þá […]

Ferðir á Vesturlandið

Ég var gestur sjálfstæðismanna í Stykkishólmi með Einari K. Guðfinnssyni þingforseta og Haraldi Benediktssyni þingmanni þann 22.mars. Frábær fundur, góð mæting og skemmtilegar umræður um pólitíkina, Sjálfstæðisflokkinn, starfið framundan og ýmis málefni. Alltaf gaman að koma í Hólminn og ekki amalegt að fá að gista í Bæjarstjórabústaðnum í kvöld hjá Sturlu og Hallgerði. Þá sótti ég á kjördæmisþing sjálfstæðismanna […]