Ég vil fjölbreyttari nemendur inn í háskólana

Ég vil fjölbreyttari nemendur inn í háskólana eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag þar sem var umfjöllun um frumvarp sem ég hyggst leggja fram á þessu vorþingi. Það verður að meta góða nemendur út frá fleiri sjónarhornum en stúdentsprófinu og hvíta kollinum. Við munum heldur aldrei ná fleiri nemendum í iðn-, tækni- og […]

Heiðursmenn SÁÁ

Í desember var ég svo heppin að fá að vera gestur Heiðursmanna SÁÁ á reglulegum hádegisfundi þeirra. Ég sagði frá þingmálum mínum, ríkisstjórnasamstarfinu og svaraði spurningum. Arnþór Jónsson fór yfir starfsemina einnig. Mynd af mér með nokkrum þeirra sem sóttu fundinn. Takk fyrir mig!

Fundur með sendiherrum

Í gær fundaði ég með sendiherrum þeirra Evrópulanda sem hafa aðsetur hér á landi. Við ræddum samband Íslands og Evrópu, mikilvægi EES samningsins og stjórnmálaástandið almennt. Sendiherrarnir eru allir afar áhugasamir um ríkisstjórnasamstarfið og Ísland. Skemmtilegt spjall í franska sendiráðinu.

Heimsókn frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema

Í dag tókum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins á móti stjórnarmeðlimum í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Við ræddum stefnuskrána þeirra, stöðu innflytjenda í menntamálum, aðgengi að sálfræðingum í skólakerfinu, iðnmenntun og margt fleira. Takk fyrir komuna Gunnhildur Fríða, Ólafur Hrafn, Elín Halla og Hildur.

Samþykkt SÞ um flóttamenn og farendur

Fór aðeins yfir hvað er rétt og rangt í samþykktum SÞ um flóttamenn og farendur á Bylgjunni síðdeigs. Samþykktirnar hafa engin áhrif á íslenska löggjöf. Þetta haggar heldur ekki fullveldislöggjöf okkar að ráða okkar stefnu. Þá er mikilvægt að halda því til haga að samþykktirnar eru ekki lagalega bindandi. Það er einnig rangt að engin […]

Súpufundur í Borgarbyggð

Ég mætti á laugardagsfund í Borgarnesi þar sem ég spjallaði við gesti um fjárlögin og menntamál með áherslu á iðnnámið. Það var vel mætt og skemmtilegar umræður sem sköpuðust í lokin á fundinum. Þá fór Pálmi Þór Sævarsson formaður byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi yfir stöðu framkvæmda við skólann og Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í […]

Myndband: frumvarp um nálgunarbann

Í haust lagði ég fram frumvarp um breytingar á framkvæmdinni varðandi meðferð beiðna um nálgunarbann þar sem tekið er mið af þeirri reynslu sem áunnist hefur. Nálgunarbann á að bæta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis og annarra þolenda ofbeldis og ofsókna. Markmiðið er að vernda þann sem brotið er á og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Samráð var m.a. […]

Vikulokin: Fullveldið og Klaustur

Um helgina var ég gestur í Vikulokunum á Rás 1. Rætt var um upptökur af samtali þingmanna Miðflokksins og hundrað ára fullveldi Íslands. Gestir þáttarins voru ásamt mér, Árni Helgason lögfræðingur, Eydís Blöndal varaþingmaður og Marteinn Sindri Jónsson, heimspekingur og dagskrárgerðarmaður. http://www.ruv.is/frett/thetta-er-svo-rosalega-personulegt http://www.visir.is/g/2018181209936 Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni. http://www.ruv.is/utvarp/spila/vikulokin/23792?ep=7hvh0g&fbclid=IwAR0lGX7vwxEUkRQVDTpibt1OmH8qm9wKziMnlUyQAYpbRFS65Ns-NMSnRrQ

Opið hús á Alþingi

1. desember 2018 var opið hús á Alþingi, þar tókum við á móti þúsundum manna sem lögðu leið sína í tilefni 100 ára fullveldisafmælisins. Það var einstaklega gaman að hitta fólk og hafa vinnustaðinn svona opinn. Það ríkti almenn ánægja með þetta og mikill straumur af fólki allan daginn. Takk fyrir komuna!

Heimsþing kvenleiðtoga – pallborðsumræður

Ég tók þátt í pallborðsumræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu þar sem ég ræddi áskoranir í nýju umhverfi fjölmiðla, samfélagsmiðla og tækninnar. „We need to educate our children, for them to read and understand where information comes from, before trusting it."