Áslaug Arna

ÆVIÁGRIP

Fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Foreldrar: Sigurbjörn Magnússon (fæddur 31. júlí 1959) hæstaréttarlögmaður og Kristín Steinarsdóttir (fædd 1. maí 1959, dáin 12. nóvember 2012) kennari.

Stúdentspróf VÍ 2010. BA-próf í lögfræði frá HÍ 2015. MA-próf í lögfræði frá HÍ 2017.

Starfsmaður jafningjafræðslu Hins hússins 2010. Blaðamaður á Morgunblaðinu 2011–2013. Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi 2014–2015. Varaformaður Æskulýðsráðs 2014–2016. Laganemi á lögmannsstofunni Juris 2016.

Í stjórn SUS, Sambands ungra Sjálfstæðismanna, frá 2011. Formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, 2011–2013. Funda- og menningarmálastjóri Orators, félag laganema við HÍ, 2015–2016. Ritari Sjálfstæðisflokksins síðan 2015.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

 

ÞINGSTÖRF

Utanríkismálanefnd 2017 (formaður).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017 (formaður).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2017.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2017 (formaður).

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017- (formaður).

Þingskjöl 

Fyrirspurnir og skýrslur

 

ENGLISH

Parliamentary career

Member of Althingi for the Reykjavík North Constituency since 2016 for the Independance Party and deputy Chairman of the parliamentary group.

Present committees

  • Chairman of the Foreign Affairs Committee since 2017.

Earlier committees

  • Member of the Judicial Affairs and Education Committee 2017 (Chairman 2017).
  • Member of the Economic Affairs and Trade Committee 2017.
  • Member of the Icelandic delegation to the NATO Parliamentary Assembly 2017 (Chairman 2017).
  • Member of the Icelandic delegation to the Inter-Parliamentary Union (IPU) 2017.

 

 

 

Fyrstu árin og menntun

FamilyPortrait_MG_6962 (1)Ég fæddist 30. nóvember 1990. Móðir mín Kristín Steinarsdóttir var kennari, en hún lést árið 2012 úr krabbameini. Faðir minn er Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður. Ég á tvö systkini, þau Magnús (f. 1987) og Nínu Kristínu (f. 1993).

Ég bjó mín fyrstu ár í Hlíðunum og síðan í Vesturbænum. Þá fluttist fjölskyldan í Ártúnsholtið þar sem ég gekk í Ártúnsskóla og síðan í Árbæjarskóla. Ég fór síðan í Verzlunarskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með stúdentspróf af hagfræðibraut vorið 2010. Haustið 2010 flutti ég til Cambridge í Bretlandi og sótti þar nám í ensku. Ég hóf síðan laganám 2011 við Háskóla Íslands og útskrifaðist með fyrstu einkunn úr BA vorið 2015, ég skrifaði BA-ritgerð um víðtækt tjáningarfrelsi stjórnmálamanna og takmörk þess. Ég hóf nám á meistarastigi síðastliðið haust og hef lokið fyrra árinu og stefni á útskrift 2017.

Störf

Ég starfaði með námi á sumrin bæði í afgreiðslustörfum og við hestamennsku, þar sem ég sinnti bæði reiðkennslu og tamningum. Þá starfaði ég í Jafningjafræðslu Hins Hússins í Reykjavík þar sem ungt fólk fræðir unglinga m.a. um forvarnir og mikilvægi góðrar sjálfsmyndar.

Ásamt því hef ég lengi verið aðstoðarkona í teymi starfsmanna systur minnar sem er með fötlun og unnið eftir hugmyndafræði NPA um notendastýrða persónulega aðstoð.

Árin 2012-2013 starfaði ég sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is. Ég sá meðal annars um mbl sjónvarp og alfarið um hestavef mbl.is á meðan á Landsmóti hestamanna stóð. Einnig hef ég starfað á lögmannsstofunni Juris sem innheimtufulltrúi og laganemi.

Árin 2014-2015 starfaði ég hjá lögreglunni á Suðurlandi sem lögreglumaður. Fyrra sumarið starfaði ég á Hvolsvelli en það seinna á Selfossi. Þá sinnti ég einnig afleysingum yfir vetrartímann. Sumarið 2016 fékk ég tækifæri til að fara á sjó á makrílveiðar ásamt því að vinna á lögmannsstofunni Juris.

Verkefni og félagsstörf
Sjálfstæðisflokkurinn

Ég hef tekið mjög virkan _P6A6270þátt í félagsstarfi frá unga aldri. Ég er nú ritari Sjálfstæðisflokksins og var kosin í embættið í október 2015, þar með sit ég í framkvæmdastjórn, miðstjórn og á seturétt á þingflokksfundum. Áður var ég formaður Heimdallar árin 2011-2013 og hef einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Ég skipaði einnig 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður í alþingiskosningunum 2013.

Önnur störf

Hef setið í Æskulýðsráði ríkisins sem er stjórnvöldum til ráðgjafar í æskulýðsmálum frá 2014. Ég sat einnig í starfshópi um hvatningarverðlaun fyrir grunnskóla- og frístundastarf árin 2012-2014. Ég sat í stjórn Orators, félag laganema, 2015-2016 sem funda- og menningarmálastjóri. Sigraði ræðukeppni laganema, Orator Oratorum árið 2014. Var markaðstjóri nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, NFVÍ, ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum félagsstörfum í grunn- og framhaldsskóla.

Ráðstefnur

Sótti ráðstefnu í Riga í Lettlandi 2015 (EU Youth Confrence) þar sem rætt var um æskulýðsmál og mikilvægi þátttöku ungs fólks í lýðræðinu. Þá hef ég einnig sótt ráðstefnur í Cambridge og Oxford á vegum SUS þar sem ungliðar samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í Evrópu ræddu saman um hægristefnu. Ég sótti ráðstefnuna, Global Young Leaders, í Washington og New York árið 2008 og fékk þar að kynnast störfum Sameinuðu þjóðanna ásamt öðrum ungmennum frá öllum heimshlutum. Einnig sótti ég ráðstefnu í Helsinki þegar ég var í grunnskóla um mikilvægi lýðræðis i skólastarfi.