Stuðningsmenn

Hvað segir fólkið

Framundan eru prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og afar mikilvægar kosningar á landsvísu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugt lið frambjóðenda til þess að vera áfram kjölfestan og leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Áslaug Arna á svo sannarlega erindi í þennan hóp, ung og frambærileg kona og flottur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar að mínu mati. Veitum henni gott brautargengi í komandi prófkjöri í Reykjavík. Hún hefur sýnt það og sannað að hún á heima í forystuliði okkar sjálfstæðismanna .

Sólveig Pétursdóttir , fyrrv. dóms og kirkjumálaráðherra og fyrrv. forseti Alþingis

Áslaug Arna er ung, kraftmikil og glæsilegur fulltrúi sjálfstæðistefnunnar, hún er óhrædd við að berjast fyrir því sem hún trúir á og sem hún stendur fyrir, án þess að sína óbilgirni eða ósveigjanleika. Ég styð Áslaugu Örnu vegna þeirra gilda sem hún stendur fyrir og hefur jafnframt verið óþreytandi að tala fyrir.

Ásta V Roth , skólastóri Reykjavik International School

Áslaug Arna hefur hrifið fólk úr öllu áttum með sér. Hún er heiðarleg, ákveðin, skörp og skemmtileg ung kona. Við þurfum kraftinn hennar Áslaugar Örnu á Alþingi, strax í dag!

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir , fjölmiðlakona

Áslaug Arna er mikilvæg fyrirmynd. Um leið og hún lætur fátt stoppa sig eða slá sig út af laginu er hún alltaf til í að taka umræðuna og hlusta á ólík sjónarmið. Hún hefur kjark til að vera sú sem hún er og veit upp á hár fyrir hvað hún stendur. Þess vegna er Áslaug Arna þingmaðurinn sem við þurfum.

Helga Dögg Björgvinsdóttir , formaður landssambands sjálfstæðiskvenna

Áslaug er með skýra framtíðarsýn, sérstaklega þegar kemur að framtíð ungs fólks á Íslandi. Hún er klár, dugleg og síðast en ekki síst alveg grjóthörð – Alþingi þarf á kröftum hennar að halda.

Jóhann Már Helgason , framkvæmdastjóri

Áslaug Arna hefur þegar sýnt að hún er efni í sterkan og öflugan stjórnmálamann. Ég hef þekkt Áslaugu Örnu frá því hún fæddist og átt samleið með fjölskyldu hennar um langt árabil. Hún er af sterkum stofni og falleg blanda af sínu fólki. Hún er kjarkmikil, skapandi, úrlausnamiðuð og fylgin sér eins og Kristín mamma hennar var. Ég sé í henni gleðina, mildina og gæskuna sem einkenndi alnöfnu hennar, Áslaugu ömmu.  Málsnilldina, rökfestuna og trúna á sinn málstað hefur hún fengið í ríkum mæli frá Sigurbirni föður sínum og sr. Magnúsi afa sínum. Kjarkur og vilji til að afla sér nýrrar reynslu og þekkingar og ást á náttúrunni hafa Elsa amma og Steinar afi haft fyrir henni.  Það er fengur að því að fá slíka kostakonu sem Áslaug Arna er á Alþingi.

Ásta Möller , fyrrverandi alþingismaður

Áslaug Arna er ung baráttukona með framtíðarsýn, sem mér líkar við. Áslaug hefur einnig ent á nýjar og raunhæfar lausnir í húsnæðismálum ungs fólks.

Auðunn Svavar Sigurðsson , læknir

Ég styð Áslaugu Örnu heilshugar til framboðs í prófkjöri Sjálfstæðismanna vegna komandi Alþingiskosninga. Áslaug Arna skilur að húsnæðisvandinn er sá málaflokkur sem brennur heitast á ungu fólki í dag. Áslaug hefur sýnt að hún  er verðugur fulltrúi sjálfstæðisstefnunnar þar sem séreign íbúðarhúsnæðis hefur ávallt verið grunnstefið. Ég treysti henni  til að vera málsvari þeirra sem vilja „eign fyrir alla“.

Guðmundur Snorrason , Löggiltur endurskoðandi

Starf stjórnmálamanna er mikilvægt í þjóðarinnar þágu. Það skiptir því miklu máli að fá til starfa á vettvangi stjórnmálaflokkanna öflugt, víðsýnt og heiðarlegt fólk.  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins er þeim kostum búin að geta axlað þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera í þeirri forystusveit flokksins okkar sem tekur sæti á Alþingi að loknum næstu kosningum. Ég  fagna velgengni hennar og vænti mikils af þessari ungu konu þegar hún fer að takast á við öll þau vandasömu verkefni sem fylgja þingmennsku. Það er einlæg von mín að sjálfstæðismenn í Reykjavík kalli hana til þeirra trúnaðarstarfa sem flokkurinn og þjóðin þarf á að halda.

 

Sturla Böðvarsson , bæjarstjóri í Stykkishólmi, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis

Áslaug er ekki á höttunum eftir þægilegri innivinnu. Engum dylst að hér fer manneskja sem hrindir hugsjónum í framkvæmd. Í þeirri vegferð brotnar hún ekki þó á móti blási.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir , héraðsdómslögmaður

Ég styð Áslaugu Örnu vegna þess að ég treysti henni til að berjast fyrir frjálslyndara, opnara og víðsýnna samfélagi. Áslaug hefur sýnt að hún er óhrædd að tala fyrir frelsi einstaklingsins og hefur verið öflugur málsvari ungs fólks. Hún er óhrædd við að taka slaginn og stendur fast á sínu. Ég hvet alla til þess að kjósa Áslaugu Örnu í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Elvar Jónsson , varaformaður SUS

Áslaug Arna hrífur fólk með sér með eldmóði og ástríðu. Á sama tíma er hún jarðbundin og málefnaleg, heilsteypt í sinni hugmyndafræði og fer alltaf í rökin, aldrei í manninn.  Svona fólk er lífsnauðynlegt að fá í stjórnmálin.

Elsa Valsdóttir , skurðlæknir

Það yrði mikill styrkur fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík að fá Áslaugu Örnu í lið með sér í komandi kosningum. Áslaug Arna er hugmyndarík, heiðarleg, rökföst og höfðar vel til fólks á öllum aldri. Hún er trú sinni sannfæringu og berst fyrir henni af mikilli ástríðu og fastheldni. Mikilvægast finnst mér þó að hún treystir fólki best til að stjórna sínu eigin lífi og gefur lítið fyrir gamaldags hefðir um forræðishyggju og óskilvirk ríkisafskipti.

Atli Bjarnason , framkvæmdastjóri

Áslaug Arna er bráðgáfuð, glæsileg ung kona, skelegg, með styrka ræðumannsrödd, talar skýra góða íslensku og hefur hlýja og notalega nærveru. Hún er verðugur fulltrúi komandi kynslóðar og sjálfstæðiskona með hugsjón.

Sigrún Ósk Ingadóttir , eldri borgari

Ég styð Áslaugu Örnu vegna þess að hún er öflug og ákveðin ung kona sem er óhrædd við að taka óvinsæla afstöðu. Ég vona að sjálfstæðismenn í Reykjavík beri gæfu til þess að velja Áslaugu til forystu og hlakka til að sjá hana láta til sín taka á Alþingi.

Stefán Þór Helgason , ráðgjafi

Þau eru fá sem mér þykja eiga jafn gott erindi í stjórnmál og Áslaug Arna, og það brýnt erindi. Hún er traust, hefur freska sýn og beitir gagnrýnni hugsun að mestu kúnst. Ég treysti henni til að vinna vel þvert á flokkslínur. Hún er akkúrat sú sem Alþingi þarfnast akkúrat núna.

Salka Margrét Sigurðardóttir , Aðstoðarmaður ráðherra internetöryggis í Bretlandi

Ég vil Áslaugu Örnu á Alþingi vegna þess að hún er skemmtileg og skörp. Við hlustum betur þegar fólk er skemmtilegt og þegar fólk er byrjað að hlusta er eins gott að það segi eitthvað af viti!

Áslaug Hulda Jónsdóttir , formaður bæjarráðs Garðabæjar og formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla

Það sem heillaði mig strax í fari Áslaugar Örnu var að hér væri komin ung manneskja sem hefði það að leiðarljósi að bæta hag annarra. Eftir mörg samtöl við hana hef ég síðan eflst í þeirri sannfæringu að Áslaug er keyrð áfram af trú um að hún geti bætt samfélag okkar Íslendinga. Við þetta má bæta að Áslaug er mjög vel gefin og hún hlustar af alvöru á sjónarmið sem eru andstæð hennar eigin.

Tryggvi Hjaltason

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að huga vel að unga fólkinu og Áslaug Arna er verðugur fulltrúi þeirra og sterkur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar, þess vegna styð ég hana.

Hjördís Jensdóttir , eldri borgari

Ég hef ákveðið að styðja Áslaugu Örnu í því að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áslaug er glæsilegur fulltrúi unga fólksins. Hún hefur sýnt það og sannað að hún er með bein í nefinu og lætur ekki mótlæti setja sig út af laginu. Hún er með risastórt sjálfstæðishjarta þar sem atriði eins og frelsi einstaklinga til athafna, húsnæðismál unga fólksins og ýmis réttinda og frelsismál eru í forgrunni. Áslaug er ákveðin og djörf ung kona sem ég er sannfærður um að á eftir að láta gott af sér leiða.

Viðar Garðarsson , markaðsráðgjafi

Áslaug er ótrúlega flott ung kona, heiðarleg, klár og samkvæm sjálfri sér. Hún er sterkur karakter og verður frábær fulltrúi ungs fólks á þinginu. Vil hvetja alla Sjálfstæðismenn og konur í Reykjavík til að kjósa Áslaugu Örnu!

Laufey María Jóhannsdóttir , þáttastjórnandi, stjórnarmaður LÍN og stjórnarmaður OBESSU

Èg hef þekkt Áslaugu í nær 20 ár og hún hefur alltaf verið mèr traust vinkona. Það sem èg met mest í fari Áslaugar er hversu mikill vinur vina sinna hún er og gefur sèr ávallt tíma fyrir þá sem henni þykir vænt um. Hún er traust og dugleg. Mér finnst nauðsynlegt að breikka ásýnd þingmanna og það myndi Áslaug gera.

Karen Knútsdóttir , landsliðsfyrirliði í handbolta

Það er fátt neikvætt hægt að nefna um hana Áslaugu þó hún búi eflaust yfir göllum eins og við flest. Síðan eg kynntist henni fyrst hefur hún verið mér mikil fyrirmynd, traustur leiðtogi og umfram allt góð vinkona.

Jasmín Dúfa Pitt , leikkona og menntaskólanemi

Áslaug Arna hefur veitt mér, og ég leyfi mér að segja mörgum öðrum ungum konum, innblástur til þess að láta til mín taka. Hún er hörkudugleg, ótrúlega sterk og býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að geta rætt hluti, sem hana og viðmælandann greinir á um, á faglegum og skemmtilegum nótum. Áslaug á minn stuðning og vináttu alla leið á þing!

Nanna Elísa Jakobsdóttir , fyrrverandi formaður Landsamtaka íslenskra stúdenta og fulltrúi stúdenta í Háskólaráði HÍ

Áslaug Arna er einn atkvæðamesti ungliði Sjálfstæðisflokksins og hana styð ég hiklaust og hvet aðra til þess sama. Hún á brýnt erindi inn á þing og mun þar tala skýru máli ungs fólks. Þrátt fyrir ungan aldur býr hún að mikilli reynslu sem mun reynast henni og okkur öllum vel. Áslaug er ótrúlega kraftmikil og gefst ekki upp enda með skýra sýn að leiðarljósi.

Áslaug Friðriksdóttir , borgarfulltrúi
12