ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Nýjustu greinarnar

Kerfið þarf að virka 

Lífið heldur áfram 

Það sem er barni fyrir bestu 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

2015

Ritari Sjálfstæðisflokksins

2016

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins

2016

Formaður allsherjar-og menntamálanefndar

2017

Formaður utanríkismálanefndar

2019

Dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra

Hún er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands árið 2010, BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-próf í lögfræði frá sama skóla árið 2017.

Áslaug Arna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi og laganemi á lögmannsstofunni Juris á árunum 2011 til 2016.


Árið 2015 var hún kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016 og gengdi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og gengdi formennsku í Íslandsdeild NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.


Áslaug var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019.