ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Þingflokksferð í Skagafjörðinn
Þingflokkurinn heimsótti Skagafjörðinn og fundaði á Hólum með sveitarstjórnarfulltrúum okkar og öðrum flokksfélögum. Í kjölfarið var farið í nokkrar fyrirtækjaheimsóknir og fengum við góðar móttökur og kynningar á starfsemi Samlagsins, Iceprotein og Prótís, Atlantic leather og Gestastofu sútarans. Sannarlega margt spennandi að gerast í Skagafirðinum!