Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra,

oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður

ÁRANGUR FYRIR ÍSLAND

Ég trúi á Ísland

Margir foreldrar segja að þau hafi fundið tilganginn í lífinu þegar börnin þeirra fæddust.

Ég kynntist því í gegnum kærleika mömmu minnar hvað það er að elska börnin sín af öllu hjarta. Rétt fram yfir tvítugt ólst ég upp við umvefjandi móðurást. Ég upplifði gleðina þegar mamma fagnaði með okkur systkinunum. Stoltið þegar þau pabbi hjálpuðu okkur að ná settum markmiðum og sársaukann þegar mamma vissi að hún væri að kveðja okkur í hinsta sinn. Ég horfðist í augu við að hún yrði ekki með okkur á lífsins stærstu stundum.

Í gleði og sorg.

Mamma kenndi mér að lífið er hverfult. Og hún kenndi mér það líka að öll höfum við tilgang. Verkefnið er að finna hann.

Ástæðan fyrir því að ég hef valið að helga líf mitt stjórnmálum er einföld:  Ég trúi á Ísland. 

Ég er viss um að hér getur verið best að búa. Við erum komin vel á veg en við nýtum þekkingu og tækni ekki nægilega vel til að takast á við stórar samfélagslegar áskoranir. Sveiflurnar í hagkerfinu eru of miklar, störfin of einsleit og of stór hluti okkar besta fólks leitar tækifæranna frekar úti í heimi. 

Við eigum að gera betur. 

Við eigum að bæta samfélagið og efla lífskjörin enn frekar. Lykillinn að lausninni er að við virkjum miklu betur okkar dýrmætustu en um leið vannýttustu auðlind: hugvitið.

Þannig getum við náð árangri fyrir Ísland.

Það er mitt verkefni sem ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar.

Mitt loforð. Minn tilgangur.

„Lykillinn að bættum lífsgæðum og fleiri tækifærum er að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Í því felst að við getum vaxið út úr sveiflukenndu efnahagsástandi.“

„Við eigum ekki og getum ekki gert hlutina eins og við höfum alltaf gert þá, við verðum að nýta tæknina, nýsköpun og nýjar lausnir einstaklinga og fyrirtækja, ekki bara af því að þær eru betri heldur eru þær líka hagkvæmari.“

„Við eigum að berjast gegn þunglamalegu kerfi og gamaldags pólitík, minnka yfirbyggingu og auka skilvirkni. Ég vil meiri árangur á skemmri tíma.“

Pistlar

Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélagið og eina borgin á Íslandi. Reykjavík ætti því að vera fjárhagslega, menningarlega og stjórnarfarslega þungamiðja landsins og fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Sveitarfélagið þar sem þjónusta er framúrskarandi og forysta er um mikilvæga málaflokka. Það er því miður ekki raunin og hefur ekki verið um langt skeið. Síðasta áratug hefur núverandi […]
Árið 1955 birti Milton Friedman ritgerðina Hlutverk hins opinbera í menntun, þar sem hann færir rök fyrir því af hverju opinber afskipti af fjármögnun menntunar eru réttlætanleg. Þar lagði hann til að hið opinbera ætti að láta foreldra fá ávísun fyrir menntun barnanna og svo hefði fjölskyldan frjálst val um skóla. Friedman hafði miklar áhyggjur […]

Skilvirkni og sparnaður

Öflugir innlendir samkeppnissjóðir skipta máli fyrir rannsóknir og nýsköpun á Íslandi og því er mikilvægt að þeir séu einfaldir, hagkvæmir og skilvirkir. Ég hef því lagt til aðgerðir sem ekki aðeins spara umtalsverða fjármuni heldur bæta umhverfi opinberra samkeppnissjóða svo um munar. Við vinnum nú að því að fækka samkeppnissjóðum sem starfræktir eru á vegum […]

Samspil háskóla og hagvaxtar

Við stönd­um frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um í ís­lensku sam­fé­lagi, þar á meðal í efna­hags­mál­um. For­send­ur þess að geta tek­ist á við áskor­an­ir eru traust­ur efna­hag­ur og auk­in verðmæta­sköp­un. Það er mik­il­vægt að sinna vel þeim stoðum sem hag­kerfi okk­ar bygg­ir á enda er fjöl­breytt og öfl­ugt at­vinnu­líf und­ir­staða lífs­kjara á Íslandi. Mennta­mál eru eitt stærsta […]

Skrá mig á póstlista

Hver er Áslaug Arna?

Hún er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands árið 2010, BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-próf í lögfræði frá sama skóla árið 2017.


Áslaug Arna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi og laganemi á lögmannsstofunni Juris á árunum 2011 til 2016.


Árið 2015 var hún kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016 og gengdi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og gengdi formennsku í Íslandsdeild NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.


Áslaug var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019 og svo háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2021.

Hlaðvörp

„Það felst engin langtímalausn í því að lofa gulli og grænum skógum og ætlast síðan til þess að einhverjir aðrir borgi.“

„Það er sárt að sjá hvernig Reykjavík er stjórnað. Það ætti að vera hægt að líta til Reykjavíkurborgar, höfuðborgarinnar, sem fyrirmyndar en það er þó alls ekki þannig. Ég myndi segja að Reykjavík væri stjórnað í hróplegu ósamræmi við mína hugmyndafræði.“

„Það er stórt verkefni að strákarnir upplifi skýran tilgang með námi og sjái fyrir að það greiði þeim farveg inn í spennandi framtíð, fleiri tækifæri og efli getu þeirra samhliða líðan og virkni.“

Ræður

cover
Iðnþing 2023Samtök iðnaðarins
cover
FramboðsræðaLandsfundur 2015
cover
EldhúsdagurAlþingi 2023
cover
Ræða.Sjávarútvegsdagur