„Það eru mikilvæg verkefni framundan en okkar bíða enn fleiri tækifæri. Ég vil að við grípum þau saman. Það er þess vegna sem ég bið þig um stuðning til að stíga næsta skref og halda áfram að gera samfélagið okkar betra og lífið einfaldara.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

LAND TÆKIFÆRANNA

Stjórnmál snúast fyrst og fremst um fólk. Það er okkur mikils virði að búa í frjálsu, öruggu og fallegu landi og ég vil tryggja að hér verði áfram eftirsótt að vera og gott að lifa.

SAMKEPPNISHÆFNI

Samkeppnishæfni er ekki bara tískuorð heldur mæling á því hversu gott er að lifa og starfa á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Þess vegna skiptir máli að Ísland sé samkeppnishæft á öllum sviðum.

VALFRELSI

Við eigum að bjóða upp á aukið valfrelsi á öllum sviðum. Þannig náum við hvort í senn að bæta líf fólks og hagræða í rekstri hins opinbera.

FORGANGSRÖÐUN

Ég vil halda umsvifum ríkisins í lágmarki enda á ríkið að hafa sem minnst afskipti af lífi fólks. Aftur á móti á ríkið að sinna þeim verkefnum sem það þó sinnir af kostgæfni og skilvirkni. Öll þjónusta ríkisins á að vera til þess fallin að einfalda líf fólks og fyrirtækja.

FRAMFARIR

Ef við ættum að velja einhvern tíma í mannskynssögunni til að lifa þá hefur aldrei verið betra að lifa á jörðinni en í dag. Allt gerist þetta með auknum alþjóðasamskiptum, alþjóðaviðskiptum, tækniframförum og nýsköpun.

REYKJAVÍK

Reykjavík er nógu stór til að rýma fjölbreytt hverfi og ólíka valmöguleika – en á sama tíma nógu lítil til að tryggja að rekstur og stjórn borgarinnar taki mið af þjónustu við borgarbúa en ekki stjórnkerfið sjálft.


ÁSLAUG ARNA

dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Áslaug Arna var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019. Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016, gegndi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og var formaður Íslandsdeildar NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.

Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins

Áslaug Arna hefur starfað sem lögreglumaður, blaðamaður og lögfræðingur.


MIG VANTAR ÞINN STUÐNING

Ég býð mig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Viltu taka þátt í prófkjörsbaráttunni? Skráðu þig hér að neðan.

HVAÐ ER PRÓFKJÖR?

Prófkjör er persónukjör innan flokka. Það eru almennar kosningar sem flokkur boðar til röðun á framboðslista fyrir alþingiskosningar. Til þess að taka þátt þarf viðkomandi að vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn, vera eldri en 15 ára og eiga lögheimili í Reykjavík.

HVERNIG KÝS ÉG ÁSLAUGU?

Dagana 4. og 5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áslaug sækist eftir 1. sæti. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í Valhöll 21. maí nk.

HVERNIG GET ÉG HJÁLPAÐ?

Þú getur einnig hjálpað með því að deila efni Áslaugar á samfélagsmiðlum. Smelltu á Deila hér að neðan til þess að deila nýjasta myndbandi Áslaugar.


ÁSLAUG ARNA

1. sæti


GREINAR

Hjúkrunarfræðingur eða smiður
Skilvirkar aðgerðir gegn skipulögðum glæpum
Drifkraftur efnahagslífsins

ÁSLAUG ARNA

1. sæti