19.10 á Stöð 2

Í kvöldfréttum í gær ræddi ég ásamt Gylfa Ólafssyni frá Viðreisn nýjustu tíðindin úr pólitíkinni. Hlusta má á þáttinn hér. 

Sex hraðaspurningar

Ég og Una hjá VG fengum sex spurningar um hitamál hjá Nútímanum í haust og fengum aðeins nokkrar sekúndur til að svara. Hægt er að horfa á svörin okkar hér. 

„Ég er eiginlega enn orðlaus“

DV mætti í framboðskokteilinn og smellti af nokkrum myndum af gestum. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið virkilega vel heppnað. Ég er nánast enn orðlaus.

Smartland kíkti í framboðskokteilinn

Smartland mbl.is kíkti til mín í framboðskokteilinn í Víkinni og smellti nokkrum myndum af. Skoða má myndirnar frá þeim hér.

Í bítíð á Bylgjunni hjá Gulla og Heimi

Ræddi örstutt við þá Gulla og Heimi í Bítinu á Bylgjunni um hvernig það er að fara út á sjó og um störfin mín í lögreglunni. Það má hlusta á hljóðbrotið hér. 

Brennslan á FM957

Ég kíkti til þeirra Hjörvars og Kjartans í morgunútvarpið á FM957 og spjallaði um framboðið og tímana framundan, stjórnmálin og sjómennskuna auðvitað. Hlusta má á viðtalið hér.

Helgarútgáfan á Rás 2

 Á sunnudaginn mætti ég í Helgarútgáfuna til Hallgríms Thorsteinssonar ásamt Gunnari Hrafni Jónssyni frá Pírötum. Við ræddum kosningarnar framundan, þjóðmálin, unga fólkið og bandarísku forsetakosningarnar. Einstaklega skemmtilegt spjall fannst mér, en það hefst á 1:51:00 og á það má hlusta hér.

Góðan daginn á Rás 2

Ég fór í morgunþáttinn hjá Fannari og Benedikt, sem ber heitið Góðan daginn. Þar mætti ég ásamt Niels Thibaud og við áttum að keppa í 30sekúndna rökræðum. Hlustendur fengu svo að hringja inn og kjósa sigurvegara, ég fékk síðan snakkpoka að launum. En hægt er að hlusta á þáttinn hér og við mætum á mínútu 31.

Reykjavík síðdegis – húsnæðismál

Ég fór í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, þeir hringdu í mig þegar ég var að ganga á Úlfarsfell og ég spjallaði við þá um húsnæðismál.

Sjálfsástarátak – Málglaðar

Ég hef ekki alltaf elskað sjálfa mig. Það var erfitt, ég var óörugg og óánægð. En ég er afskaplega fegin að hafa náð því að elska mig, því lífið verður svo miklu betra. Ég er öruggari, jákvæðari, skemmtilegri og miklu ánægðari. Maður á aldrei að meta sjálfan sig útfrá fyrirfram ákveðnu formi samfélagsins, enda miklu […]
  • 1
  • 2