GREINAR
Drifkraftur efnahagslífsins
Eitt mikilvægasta verkefnið sem blasir við þjóðinni er að ná atvinnuleysinu niður. Þessi vágestur hefur ekki einungis í för með sér efnahagslega erfiðleika heldur einnig félagslegar afleiðingar sem erfitt er að meta til fjár. Um 11 þúsund manns hafa misst vinnuna frá því faraldurinn gerði fyrst vart við sig í fyrra og nú eru um… Read More »Drifkraftur efnahagslífsins
Meðalhófið skiptir máli
Eftir því sem áætlanir um bólusetningar ganga eftir mun þjóðlífið hér innanlands smám saman færast í eðlilegt horf í sumar. Á allra næstu dögum verða slegin met hér á landi í fjölda þeirra sem fá bólusetningu. Jafnframt er útlit fyrir að aukinn þungi færist í bólusetningar innan ríkja Evrópusambandsins á næstu vikum. Því má gera… Read More »Meðalhófið skiptir máli
Frumhlaup frá vinstri
Fyrr í vikunni var fullyrt í fréttum að viðbrögð stjórnvalda í faraldrinum hefðu verið síðbúnari og kraftminni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessar fregnir byggðust á röngum upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú hefur leiðrétt misskilninginn. Umfang aðgerðanna var sagt um tvö prósent af landsframleiðslu hér á landi en hið rétta… Read More »Frumhlaup frá vinstri
Mikilvægt skref til framtíðar
Stundum er sagt að svo megi illu venjast að gott þyki. Það er nokkuð lýsandi fyrir undanfarið ár. Allan þann tíma sem faraldurinn hefur geisað höfum við þurft að vega og meta stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Allar ákvarðanir í slíku ástandi eru þess eðlis að hagsmunir og heill einhverra hafa beðið hnekki. Hjá því… Read More »Mikilvægt skref til framtíðar
Fósturlandsins Freyja
Landhelgisgæslan er ein af grunnstoðum öryggis þjóðarinnar og hlutverk hennar verður seint ofmetið. Á það erum við stöðugt minnt þegar náttúruöflin láta til sín taka. Við höfum ætíð búið við ógn af völdum náttúrunnar og verið meðvituð um afl hennar frá því að land byggðist. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan búi yfir öflugum tækjakosti og búnaði… Read More »Fósturlandsins Freyja
Verkefni sem við tökum alvarlega
Skipulögð brotastarfsemi hefur verið að færast í aukana hér á landi á síðustu árum. Við því þarf að bregðast. Að mati lögreglunnar eru nú starfandi 15 hópar í landinu sem má flokka sem skipulagða brotahópa. Margir þeirra stunda löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Löglega starfsemin er þá nýtt til að þvætta fjármuni eða… Read More »Verkefni sem við tökum alvarlega
Ríkið gegn Apple?
Það dytti fáum í hug að opna í dag ríkisrekna matvöruverslun, ríkisrekið bifreiðaverkstæði eða ríkisrekna raftækjaverslun. Við vitum að þessi þjónusta er betur komin í höndum einkaaðila, sem keppa sín á milli um viðskiptavini og eru meðvitaðir um það að bæði vörur og þjónusta þurfa að uppfylla nútímalegar kröfur þeirra. Það gilda sömu lögmál um… Read More »Ríkið gegn Apple?
Fröken Reykjavík
Að mörgu leyti geta orð Jónasar Árnasonar í texta sönglagsins um Fröken Reykjavík einnig átt við um borgina sjálfa: „Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún fröken Reykjavík.“ Með sinn „djarfa svip og ögn af yfirlæti“ má með nokkurri einföldun segja að Reykjavík sé blanda af evrópskri stórborg með þéttri byggð og… Read More »Fröken Reykjavík
Lítil en mikilvæg skref
Nú er liðið tæpt 31 ár frá því bjór var leyfður á Íslandi, en hann hafði þá verið bannaður í rúm 70 ár. Sjálfsagt myndu fáir vilja banna hann á ný í dag og þrengja þannig að valfrelsi einstaklinga. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að afnám bjórbannsins varð ekki til af… Read More »Lítil en mikilvæg skref
Nú er rétti tíminn til að selja
Nú er áformað að selja um fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka og vonandi ganga þær áætlanir eftir á fyrri hluta þessa árs. Ríkissjóður eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis á árinu 2015. Allt frá þeim tíma hefur legið fyrir að ríkið hygðist selja þegar tækifæri skapaðist enda hvorki rétt né skynsamlegt að meirihluti bankakerfisins sé… Read More »Nú er rétti tíminn til að selja
Nokkrar vikur verða að sekúndum
Ávallt ber að stefna að því að bæta þjónustu hins opinbera, gera hana skilvikari og einfaldari. Allir þeir sem fjárfest hafa í húsnæði þekkja það að þurfa að þinglýsa viðeigandi pappírum. Þinglýsingar gegna þýðingarmiklu hlutverki í fjármála- og viðskiptalífi landsmanna. Það á ekki bara við um atvinnurekstur heldur einnig einstaklinga. Sá sem vill stofna til… Read More »Nokkrar vikur verða að sekúndum
Áhlaupið rann út í sandinn
Áhlaupið á þinghúsið í Washington að áeggjan Donalds Trumps minnir okkur á þau fornu sannindi að vald spillir og algert vald gjörspillir. Með þeim orðum vísaði Acton lávarður til þess að of mikil völd á hendi eins leiðtoga hefðu tilhneigingu til þess að slæva siðferðisvitund hans þannig að hann gæti ekki lengur greint rétt frá… Read More »Áhlaupið rann út í sandinn
Fram undan er ár tækifæra
Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Í kjölfar norðanóveðurs undir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík. Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð þannig að rýma… Read More »Fram undan er ár tækifæra
Gerum betur við börn á flótta
Við sem þjóðfélag viljum koma vel fram gagnvart börnum á flótta, veita þeim þann stuðning sem til þarf, sýna þeim nærgætni og umhyggju. Fáir eru bjargarlausari í hópi flóttamanna en börn. Þau koma hingað í leit að vernd og eru ýmist í fylgd forsjáraðila, fjölskyldumeðlima eða ein og fylgdarlaus. Það er mikilvægt að halda vel… Read More »Gerum betur við börn á flótta
Öflugir dómstólar
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn þegar endanleg niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) var kynnt í Landsréttarmálinu í síðustu viku. Meðal annars var kvartað yfir því að málinu hefði yfir höfuð verið skotið til yfirdeildar dómstólsins. Flestir sérfræðingar töldu þó að fyrri dómur MDE hefði skapað mikla réttaróvissu. Sú skoðun var réttmæt. Átti fyrri dómur við um alla… Read More »Öflugir dómstólar