ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Lífið heldur áfram 

Aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins hafa miðað að því að verja líf og heilsu lands­manna. Frum­skylda stjórn­valda er að standa vörð um ör­yggi þjóðar­inn­ar gagn­vart sér­hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hef­ur vikið til hliðar und­an­farna mánuði á meðan al­menn­ing­ur hef­ur með sam­hentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera mark­viss… Read More »Greinar

Það sem er barni fyrir bestu 

Það er mik­il­vægt að jafna stöðu þeirra for­eldra sem fara sam­eig­in­lega með for­sjá barns og ákveða að ala það upp sam­an á tveim­ur heim­il­um. Með nýju frum­varpi sem ég hef lagt fram er lögð til sú breyt­ing að for­eldr­ar geti samið um að skipta bú­setu barns­ins þannig að það verði skráð með tvö heim­ili. Tals­verðar… Read More »Greinar

Matskeiðar og verðmætasköpun 

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka… Read More »Greinar

Þolinmæðin þrautir vinnur allar 

Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir frá því fyrstu fregnir bárust um nýja hópsýkingu lungnabólgu í Kína, sem síðar hefur verið gefið heitið COVID-19. Í frétt á heimasíðu landlæknis 13. janúar er vísað í upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) um þennan nýja sjúkdóm. Þar segir að ekkert smit á milli manna… Read More »Greinar

Við hugsum í lausnum 

„Íslenskri þjóð hef­ur alltaf tek­ist að fást við erfið verk­efni. Við höf­um gengið í gegn­um það í marg­ar ald­ir. Og mér finnst við kunna ákaf­lega vel að taka þessu sem að hönd­um ber núna.“ Þetta sagði Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fv. for­seti Íslands, sem í vik­unni fagnaði 90 ára af­mæli, þegar hún var spurð hvernig henni fynd­ist… Read More »Greinar

Áfram að markinu 

Margt bend­ir til þess að aðgerðir al­manna­varna gegn heims­far­aldr­in­um, COVID-19, séu að bera ár­ang­ur hér á landi. Þjóðin er sam­hent í viðbrögðum sín­um og lang­flest­ir hlýða fyr­ir­mæl­um sótt­varna­lækn­is um breytt hegðun­ar­mynst­ur. Þríeykið Víðir, Alma og Þórólf­ur stend­ur í stafni og miðlar upp­lýs­ing­um og fræðslu á dag­leg­um blaðamanna­fund­um. Allt er þetta uppörv­andi og til fyr­ir­mynd­ar. Þau,… Read More »Greinar

Staðreyndir um netverslunarfrumvarpið 

Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um frumvarp mitt til breytinga á netverslun með áfengi. Málið er ekki nýtt af nálinni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, tilbúið í byrjun árs og fór í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Því fer fjarri að það sé tilkomið vegna þess… Read More »Greinar

Við erum öll almannavarnir 

Við lif­um á mikl­um óvissu­tím­um. Heims­far­ald­ur geis­ar og hann mun reyna á þolgæði okk­ar allra. Frá því að far­ald­ur­inn hófst í Kína hafa sér­fræðing­ar í sótt­vörn­um og full­trú­ar okk­ar í al­manna­vörn­um unnið mikið starf við að greina vand­ann og leggja fram áætlan­ir um það hvernig skyn­sam­legt sé að bregðast við. Þeir hafa stýrt aðgerðum og… Read More »Greinar

Óþörf viðbótarrefsing 

Þegar ein­stak­ling­ar hljóta fang­els­is­dóm gera marg­ir ráð fyr­ir því að afplán­un fylgi fljót­lega í kjöl­farið. Því miður er það ekki raun­in því biðtími eft­ir fang­elsis­vist get­ur verið nokkuð lang­ur. Það á einkum við um þá sem hafa framið smærri af­brot. Fangels­ispláss­um er for­gangsraðað með þeim hætti að þar eru nær ein­göngu sí­brota­menn og fang­ar sem… Read More »Greinar

Ljótur en ekki Skallagrímur 

Flest­ir kann­ast við þá fleygu setn­ingu „að fjórðungi bregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fóst­urs og fjórðungi til nafns“. Þarna kem­ur fram sú sýn að nöfn skipti miklu máli. Það sé heilla­væn­legt að skíra barnið í höfuðið á ein­hverri ákveðinni fyr­ir­mynd. Þetta geta verið afar eða ömm­ur, frænd­ur eða frænk­ur eða ein­hverj­ir allt… Read More »Greinar

Hæstiréttur Íslands 100 ára 

Í þjóðfrels­is­bar­áttu Íslend­inga á 19. öld var ein krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðli­leg og rök­rétt krafa. Sjálf­stætt og óháð dómsvald er samofið kenn­ing­unni um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins sem var grund­völl­ur frelsis­hreyf­inga á Vest­ur­lönd­um á tíma sjálfstæðisbar­átt­unn­ar. Hæstirétt­ur Dan­merk­ur fór með úr­slita­vald í ís­lensk­um mál­um allt til árs­ins 1920. Íslend­ing­ar… Read More »Greinar

Hæstiréttur Íslands 100 ára – hátíðarrit Orators 

Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld var ein helsta krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðlileg og rökrétt krafa því sjálfstætt og óháð dómsvald er samofið kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins sem lá að baki frelsishreyfinga 18. og 19. alda á Vesturlöndum. Hæstiréttur Danmerkur var stofnaður árið 1661 en skorið var… Read More »Greinar

Ákall og aðgerðir 

Sér­stakt ákall um aðgerðir gegn of­beldi í nán­um sam­bönd­um var samþykkt á fundi Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) á fundi stofn­un­ar­inn­ar í Par­ís í síðustu viku. Átján aðild­ar­ríki standa að ákall­inu, þar á meðal Ísland. Ég sat í pall­borði á fund­in­um og greindi þar meðal ann­ars frá breyttu verklagi lög­reglu á Íslandi, mik­il­vægi þess að skoða… Read More »Greinar

Jafnræði, virðing og mannúð 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú rúmlega 20 milljónir einstaklinga sem flóttafólk af völdum stríðsátaka og ofsókna á heimsvísu. Hér er um mikinn vanda að ræða sem verður ekki leystur nema með samstilltu átaki fjölmargra ríkja og á alþjóðlegum vettvangi. Ísland tekur árlega á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið… Read More »Greinar

Réttarbót í dómsmálum 

Stofn­un End­urupp­töku­dóms er eitt af fyrstu mál­um vorþings­ins. Með stofn­un dóms­ins verða tek­in af öll tví­mæli um að dómsvaldið sé ein­vörðungu á hendi dóm­ara í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá. Úrlausn­ir dóms­ins verða end­an­leg­ar. Sá galli er á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi að nefnd á veg­um fram­kvæmda­valds­ins, end­urupp­töku­nefnd, hef­ur vald til að heim­ila end­urupp­töku mála sem dóm­stól­ar hafa leyst… Read More »Greinar