GREINAR
Farsælt samstarf ólíkra flokka
Abraham Lincoln fór þá frumlegu leið, þegar hann myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1860, að skipa öflugustu andstæðinga sína úr flokki repúblikana í mikilvægustu ráðherraembættin. Þetta reyndist heilladrjúg ákvörðun. Með kænsku sinni og leiðtogahæfileikum tókst honum að mynda sterka einingu ólíkra einstaklinga til að takast á við djúpstæð átök og sundrungu Bandaríkjanna sem lauk með… Read More »Farsælt samstarf ólíkra flokka
Ábyrgð og aðgerðir
Nú stendur yfir alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Gærdagurinn markaði upphaf átaksins sem ætlað er að hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið allt standi saman gegn slíku ofbeldi og knýi á um afnám þess. Þetta árið beinist átakið að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á kynbundið ofbeldi. Vitað er að þær aðgerðir sem… Read More »Ábyrgð og aðgerðir
Tvær útskýringar, einn sannleikur
Töluverður munur var á skýringu Ríkisútvarpsins í upphafi vikunnar og ummælum eins höfunda fimmtu úttektar GRECO um niðurstöður eftirfylgniskýrslu samtakanna hvað Ísland varðar. GRECO eru samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Úttekt samtakanna hófst fyrir tveimur árum og stendur enn yfir. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sig fram við að fylgja þeim leiðbeiningum sem… Read More »Tvær útskýringar, einn sannleikur
Hey þú, takk!
Í stað þess að fara á busaball í nýja menntaskólanum aðstoðaðir þú foreldra þína við að setja upp forrit til að fara á fjarfund í vinnunni. Í stað þess að fara á ballið hittir þú vinina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æfingu daginn eftir… Read More »Hey þú, takk!
Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum
Stafræn tækni hefur umbylt samskiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Dæmi um þetta er þegar stafræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga. Þetta… Read More »Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum
Ísland af gráum lista
Ísland er ekki lengur á „gráum lista“ FATF (Financial Action Task Force) yfir þau ríki sem sæta auknu eftirliti vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru ánægjuleg og mikilvæg tíðindi. Með samstilltu átaki fjölmargra aðila hefur okkur tekist á skömmum tíma að bæta úr þeim ágöllum á íslensku laga- og regluverki sem… Read More »Ísland af gráum lista
Vernd gegn umsátri
Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál þar sem einstaklingar hafa verið beittir ofbeldi, sætt ofsóknum eða hótunum og í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann sem ofbeldinu beitir. Um sum þessara mála hefur verið fjallað í fjölmiðlum en þau eru þó talsvert fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Nálgunarbannið er ráðstöfun… Read More »Vernd gegn umsátri
Stórsókn í stafrænni þjónustu
Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að takast á við gífurlegt efnahagslegt áfall af völdum Covid-19-faraldursins. Á þessu ári hafa tekjur hins opinbera dregist saman um vel á annað hundrað milljarða króna og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað verulega… Read More »Stórsókn í stafrænni þjónustu
Samið við lögreglumenn
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að lögreglumenn hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning milli Landssambands lögreglumanna og samninganefndar ríkisins með miklum meirihluta atkvæða. Viðræður höfðu staðið yfir með hléum allt frá því í apríl 2019 þegar samningar voru lausir. Dómsmálaráðherra hefur ekki beina aðkomu að kjaramálum lögreglumanna en ég hef þó fylgst reglulega með viðræðum, fengið… Read More »Samið við lögreglumenn
Baráttan við veiruna heldur áfram
Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförum vikum og mánuðum sett á ferðatakmarkanir, samkomubann og á einstaka stöðum útgöngubann. Slíkar ákvarðanir um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi einstaklinga og þá einvörðungu þegar… Read More »Baráttan við veiruna heldur áfram
Að hafa það heldur er sannara reynist
Á komandi þingvetri mun ég leggja fram á nýjan leik frumvarp um ærumeiðingar. Með frumvarpinu er leitast við að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Refsingar vegna ærumeiðinga yrðu að meginstefnu til aflagðar í þágu tjáningarfrelsis. Almenn ákvæði laga um ærumeiðingar yrðu færð úr almennum hegningarlögum yfir í sérstök lög á sviði einkaréttar. Sú breyting hefur… Read More »Að hafa það heldur er sannara reynist
Vernd gegn ofbeldi
Kvennaathvarf á Norðurlandi verður opnað í fyrsta sinn í dag. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta dvalið á heimili sínu vegna ofbeldis. Mikilvægt er að tryggja íbúum á landsbyggðinni aðgengi að þjónustu vegna heimilisofbeldis. Hér er um tilraunaverkefni að ræða og þörfin á slíku úrræði… Read More »Vernd gegn ofbeldi
Að standa ofan í fötu
Hertar aðgerðir vegna skimunar á landamærum hafa nú tekið gildi. Eins og fram hefur komið er ráðist í þær aðgerðir af illri nauðsyn og vonandi til skamms tíma. Við vitum þó að sá faraldur sem nú geisar mun ganga yfir í bylgjum og aðgerðirnar nú eru áminning um það. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gífurlegu tjóni á… Read More »Að standa ofan í fötu
Slagurinn er ekki búinn
Við höfðum ástæðu til að fagna ýmsu þegar sumarið kom. Eftir óveður og jarðskjálfta á nýliðnum vetri tók kórónuveirufaraldurinn við á vormánuðum en útlitið varð betra með vorinu. Samtakamáttur þjóðarinnar var þó einstakur þegar kom að því að takast á við þær aðstæður sem faraldurinn skapaði. Líklega sýndi það sig best um páskana þegar flestir… Read More »Slagurinn er ekki búinn
Eldmóður og staðfesta
Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð á hátindi ferils síns þegar hann lést í eldsvoða á Þingvöllum fyrir 50 árum, þann 10. júlí 1970. Þegar litið er yfir langan og farsælan feril Bjarna leynir sér ekki að hann bjó yfir öllum þeim þremur eiginleikum sem Max Weber telur í bók sinni Mennt og máttur að… Read More »Eldmóður og staðfesta