ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Við erum ríkust allra þjóða 

Íslend­ing­um finnst alltaf áhuga­vert að tala um veðrið. Þegar ætt­ing­ar eða vin­ir hringja á milli landsvæða er al­gengt að spurt sé um veðrið í upphafi eða um mitt sím­tal. Við deil­um mynd­um á sam­fé­lags­miðlum þegar fjalls­hlíðarn­ar verða grá­ar, þegar bíla­stæðin fyll­ast af snjó og þegar úf­inn sjórinn æðir yfir brim­g­arðana í mesta rok­inu – og… Read More »Greinar

Við erum ríkust allra þjóða 

Íslendingum finnst alltaf áhugavert að tala um veðrið. Þegar ættingar eða vinir hringja á milli landsvæða er algengt að spurt sé um veðrið í upphafi eða um mitt símtal. Við deilum myndum á samfélagsmiðlum þegar fjallshlíðarnar verða gráar, þegar bílastæðin fyllast af snjó og þegar úfinn sjórinn æðir yfir brimgarðana í mesta rokinu – og… Read More »Greinar

Vannýtt tekjuúrræði? 

Það er áhuga­vert að fylgj­ast með umræðum um breyting­ar á fjár­mála­stefnu rík­is­ins fram til árs­ins 2022. Ég ætla þó ekki að þreyta les­end­ur með ít­ar­legri upptaln­ingu á því sem þarf að taka til end­ur­skoðunar og end­ur­mats vegna breyttra aðstæðna í efna­hags­líf­inu. Aft­ur á móti sjá og vita þeir sem vilja að burt­séð frá því hversu… Read More »Greinar

Mál sem skipta máli 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram mörg mikilvæg frumvörp á þessu þingi sem nú sér fyrir endann á. Tvö frumvörp sem fela í sér mikla réttarbót hafa nú þegar verið samþykkt, annars vegar breytingar á lögum um nálgunarbann og hins vegar mál sem bætir stöðu barna sem missa foreldri. Fjöldi annarra mála sem hafa mikil áhrif… Read More »Greinar

Flokkur sem á sér framtíð 

Það var ánægju­legt að sjá hversu marg­ir tóku þátt í því að fagna 90 ára af­mæli Sjálf­stæðis­flokks­ins í blíðskap­ar­veðri um allt land um liðna helgi. Það, hversu marg­ir gáfu sér tíma til að fagna þess­um merki­lega áfanga, gef­ur glögga mynd af stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hef­ur alltaf átt er­indi við þjóðina, allt frá stofn­un til dags­ins… Read More »Greinar

Lausn sem virkar 

Eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í útborgun. Þessar leiðir tóku gildi… Read More »Greinar

Árangurinn sem aldrei varð 

Ísland mæl­ist of­ar­lega og gjarna efst á ýms­um mæli­kvörðum sem við not­um þegar við ber­um okkur sam­an við önn­ur lönd. Það er oft ánægju­legt að mæl­ast efst en alla lista er þó ekki eftirsóknarvert að toppa. Þar á meðal er það hvaða lönd eru með flókn­asta eft­ir­lits­reglu­verkið en Ísland mæl­ist þar hæst allra OECD-þjóða. Á… Read More »Greinar

Enginn afsláttur af fullveldi 

Efa­semd­ir um inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans byggj­ast á þeim mis­skiln­ingi að í hon­um fel­ist af­sal á yf­ir­ráðum yfir auðlind­um, framsal á full­veldi, skuld­bind­ing um lagn­ingu sæ­strengs og jafn­vel brot á stjórn­ar­skrá. Ekk­ert af þessu á hins veg­ar við rök styðjast. All­ir þeir aðilar sem unnið hafa að málinu, bæði stjórn­mála­menn og sér­fræðing­ar, eru sam­mála um að… Read More »Greinar

Undirboð stjórnmálamanna 

Eins og gef­ur að skilja hef­ur gjaldþrot WOW air áhrif á líf margra. Gjaldþrot fyr­ir­tækja eru alltaf sársauka­full fyr­ir þá sem eiga hlut að máli – ekki aðeins fyr­ir eig­end­ur og lán­ar­drottna held­ur ekki síður fyr­ir starfs­menn og fjöl­skyld­ur þeirra. Þegar um­svifa­mikið og stórt fyr­ir­tæki líkt og WOW fer í þrot snert­ir það svo gott… Read More »Greinar

Nýsköpun er ekki tískuorð 

Við þurf­um sí­fellt að horfa til framtíðar. Um leið hug­um við að því hvernig við mót­um framtíðina og hvernig hún mót­ar okk­ur á móti. Ein af áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir felst í því hvernig sam­setn­ing mann­fjöld­ans er að breyt­ast hér á landi. Við erum ekki ein. Aðrar þjóðir standa einnig frammi fyr­ir því… Read More »Greinar

Stjórnmálaumræða nútímans 

Stjórn­má­laum­ræða þró­ast í takt við tím­ann líkt og allt annað. Áður fyrr fór hún að mestu fram á fundum og á síðum blaðanna, í mörg­um til­vik­um blaða sem voru í eigu stjórn­mála­flokka. Þeir sem ým­ist sóttu fundi eða lásu blöðin gátu slegið sér upp á því að að vera með putt­ann á púls­in­um um það… Read More »Greinar

Skýrari skattgreiðslur 

Launa­menn með tekj­ur upp að um 745 þús. kr. á mánuði greiða hærri fjár­hæð af laun­um sín­um í útsvar til sveit­ar­fé­laga en þeir greiða í tekju­skatt til rík­is­sjóðs. Til dæm­is greiðir ein­stak­ling­ur með 500 þús. kr. í mánaðarlaun um 49.300 kr. í tekju­skatt að frá­dregn­um per­sónu­afslætti en tæp­ar 67.900 kr. í út­svar. Ein­stak­ling­ur með 300… Read More »Greinar

Við stefnum áfram 

Það er hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið eigi að gera sem minnst, hafa sem minnst af­skipti af al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um, setja lítið af lög­um og reglu­gerðum (sem flest hver eru íþyngj­andi) og gæta þess aðeins að sinna nauðsyn­leg­um verk­efn­um. Það er líka hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið… Read More »Greinar

Í vörn fyrir sósíalismann 

Íslensk stjórnvöld lýstu nýlega yfir stuðningi við Juan Guaidó til bráðabirgða, en Guaidó er lýðræðislega réttkjörinn forseti valdalauss þjóðþings Venesúela. Með því skipaði Ísland sér í raðir vestrænna ríkja, sem er ánægjulegt. Í framhaldinu er rétt að það fari fram kosningar í landinu og til lengri tíma litið tekst Venesúela vonandi að rífa sig upp… Read More »Greinar

Þingmenn á hringferð 

Stund­um er sagt að stjórn­mála­menn eigi aðeins er­indi við kjós­end­ur rétt fyr­ir kosn­ing­ar, en þess á milli sjá­ist þeir sjald­an. Það er vita­skuld rétt að það ber aldrei meira á stjórn­mála­mönn­um en í kosn­inga­bar­áttu, þá setja þeir mál sín fram og leggja í dóm kjós­enda. Þess á milli er hins veg­ar ekki síður mik­il­vægt að… Read More »Greinar