ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Skýrari skattgreiðslur 

Launa­menn með tekj­ur upp að um 745 þús. kr. á mánuði greiða hærri fjár­hæð af laun­um sín­um í útsvar til sveit­ar­fé­laga en þeir greiða í tekju­skatt til rík­is­sjóðs. Til dæm­is greiðir ein­stak­ling­ur með 500 þús. kr. í mánaðarlaun um 49.300 kr. í tekju­skatt að frá­dregn­um per­sónu­afslætti en tæp­ar 67.900 kr. í út­svar. Ein­stak­ling­ur með 300… Read More »Greinar

Við stefnum áfram 

Það er hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið eigi að gera sem minnst, hafa sem minnst af­skipti af al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um, setja lítið af lög­um og reglu­gerðum (sem flest hver eru íþyngj­andi) og gæta þess aðeins að sinna nauðsyn­leg­um verk­efn­um. Það er líka hægt að færa mál­efna­leg rök fyr­ir því að þingið… Read More »Greinar

Í vörn fyrir sósíalismann 

Íslensk stjórnvöld lýstu nýlega yfir stuðningi við Juan Guaidó til bráðabirgða, en Guaidó er lýðræðislega réttkjörinn forseti valdalauss þjóðþings Venesúela. Með því skipaði Ísland sér í raðir vestrænna ríkja, sem er ánægjulegt. Í framhaldinu er rétt að það fari fram kosningar í landinu og til lengri tíma litið tekst Venesúela vonandi að rífa sig upp… Read More »Greinar

Þingmenn á hringferð 

Stund­um er sagt að stjórn­mála­menn eigi aðeins er­indi við kjós­end­ur rétt fyr­ir kosn­ing­ar, en þess á milli sjá­ist þeir sjald­an. Það er vita­skuld rétt að það ber aldrei meira á stjórn­mála­mönn­um en í kosn­inga­bar­áttu, þá setja þeir mál sín fram og leggja í dóm kjós­enda. Þess á milli er hins veg­ar ekki síður mik­il­vægt að… Read More »Greinar

Ríkið þarf ekki að reka flugvöll 

Verklegar framkvæmdir á vegum opinberra aðila munu ef fer sem horfir nema um 128 milljörðum króna á þessu ári. Þar er um að ræða verkefni á vegum ríkisins, ríkisstofnana, ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga. Frá þessu var greint á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. Á þessu eru kostir og gallar. Framkvæmdirnar eru mikilvægt innlegg í hagkerfið… Read More »Greinar

Tryggjum fleiri leiðir 

Ein stærsta áskor­un mennta­kerf­is­ins er ekki bara að stand­ast kröf­ur nú­tím­ans held­ur að búa nemend­ur á öll­um aldri und­ir framtíðina. Það er verk­efni sem er sí­fellt í þróun og því er stöðnun líklega versti óvin­ur mennta­kerf­is­ins – og þá um leið at­vinnu­lífs­ins, ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þannig mætti áfram telja. Ein leið, af mörg­um, til að… Read More »Greinar

Aldrei fleiri verið 100 ára 

Þegar horft er yfir árið 2018 eru marg­ir sem minn­ast nei­kvæðra frétta bæði úr alþjóðamál­um og inn­an­lands­mál­um. Það er að mörgu leyti skilj­an­legt því þær eru fyr­ir­ferðarmeiri. Stríð og hung­ur eru frétt­næm­ari en friður og vel­meg­un. Það er oft gott að skoða hlut­ina í víðara sam­hengi og láta staðreynd­ir tala sínu máli. Það sem við… Read More »Greinar

Góður andi á nýju ári 

Þó það eigi eftir að kaupa seinustu gjafirnar, þrífa eldhússkápana og það hafi farist fyrir að senda jólakortin í ár þá er engin ástæða til að örvænta. Jólin koma alltaf á sama tíma, sama hvort okkur finnst við vera tilbúin til að taka á móti þeim eða ekki. Stressið og álagið er óþarfi, stundum er… Read More »Greinar

Barið á bönkunum 

Hvergi í hinum vestræna heimi er jafn stór hluti fjármálakerfisins í eigu hins opinbera og á Íslandi. Ríkið á tvo viðskiptabanka, rekur Íbúðarlánasjóð sem hefur kostað ríkið stórfé, að ógleymdri Byggðastofnun. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði eiga sér að hluta eðlilegar skýringar. Í eftirleik falls bankanna eignaðist ríkið viðskiptabankana, bæði við endurreisn þeirra og sem hluta… Read More »Greinar

Með vinsemd og virðingu 

Þegar ég sest niður til að skrifa grein eða pistil um stjórnmál byrja ég á því að velta því fyrir mér hvaða málefni skuli taka fyrir eða hvaða pólitísku skilaboðum ég vil koma á framfæri. Ég geri ráð fyrir að flestir stjórnmálamenn hugsi þannig. Stundum eru þó einhver önnur mál sem koma upp og mann… Read More »Greinar

Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði 

Það er mik­il­vægt að hér á landi sé til staðar þekk­ing og reynsla þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi borg­ar­anna, hvort sem er í hernaðarlegu eða borg­ara­legu til­liti. Hluti af því er að ræða með reglu­bundn­um hætti og af yf­ir­veg­un um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Það eru þó fleiri mik­il­væg­ir þætt­ir sem skipta máli. Þannig… Read More »Greinar

Afnemum stimpilgjald 

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði ný­lega fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un í húsnæðismál­um, þar sem lagt er til að brugðist sé við al­var­legu ástandi og að stjórn­völd komi að bygg­ingu 5.000 leigu­íbúða til að mæta skorti á húsnæði. Skila­boðin eru skýr; formaður Samfylking­ar­inn­ar hef­ur ekki trú á því að vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík standi við skyldu sína um… Read More »Greinar

Hugmyndafræði sundrungar 

Það er ekki fyr­ir hvern sem er að gagn­rýna eða ef­ast um hag­fræðiþekk­ingu þeirra sem nú fara fyr­ir stærstu verka­lýðsfé­lög­um lands­ins. Sá hinn sami má eiga von á því að vera sam­tvinnaður við illt auðvald, sakaður um að vinna gegn launa­fólki og fleira í þeim dúr. Það eina sem er ör­uggt er að sá sem… Read More »Greinar

Ný hugsun í menntamálum 

Þrátt fyr­ir að iðnaður skapi fjórðung landsframleiðslunn­ar og rúm­lega þriðjung gjaldeyristekna flokk­um við enn iðn-, tækni- og starfs­mennt­un sem óæðri mennt­un. Ekki aðeins í lög­gjöf held­ur líka í hugs­un og fram­kvæmd. Aðeins 16% ný­nema á fram­halds­skóla­stigi sækja í iðngreinar á meðan gríðarleg þörf er á fleira iðnmenntuðu fólki. Skekkj­an sem er til staðar milli námsvals… Read More »Greinar

Sérfræðingar í sumarfríi? 

Hefur formaður utanríkismálanefndar Alþingis ekki um nóg annað að hugsa en að gagnrýna borgarstjórnina í Reykjavík? Þetta voru viðbrögðin sem ég fékk frá innanbúðarmanni í Samfylkingunni þegar ég fyrir nokkrum dögum nýtti þennan vettvang til að skrifa um braggamálið í Reykjavík sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undanförnu. Nú er það reyndar… Read More »Greinar