ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Dýrasti bragginn í bænum 

For­gangs­röðun op­in­berra fjár­muna er eitt mik­il­væg­asta verk­efni kjör­inna full­trúa. Sam­spil þess að ákveða hvað skuli fjár­magnað úr sam­eig­in­leg­um sjóðum og vera verk­efni hins op­in­bera og þá hvaða verk­efni séu fremri öðrum er áskor­un sem all­ir ábyrg­ir stjórn­mála­menn standa fyr­ir. Því virðist þó öðru­vísi farið hjá Reykja­vík­ur­borg, sem hef­ur á und­an­förn­um árum ekki mikið horft til… Read More »Greinar

Skilvirkari lög um nálgunarbann 

Flest­ir þekkja hug­takið um nálg­un­ar­bann þó ekki farið mikið fyr­ir því í dag­legri umræðu. Nálgunarbanni er ætlað að bæta rétt­ar­stöðu þolenda heim­il­isof­beld­is og annarra þolenda ofbeld­is og of­sókna. Mark­miðið er að vernda þann sem brotið er á og fyr­ir­byggja frek­ara of­beldi. Með ört vax­andi tækniþróun nýt­ist nálg­un­ar­bann einnig til að koma í veg fyr­ir að… Read More »Greinar

Að troða sér í sleik 

Öðru hverju rekst maður á fólk sem hef­ur svo gamaldags viðhorf til sam­skipta kynj­anna að maður trú­ir varla að því sé al­vara. Það sem kem­ur kannski enn meira á óvart er að ein­hver sjái til­efni til að gera slík­um viðhorf­um hátt und­ir höfði. Sum­ir reyna að rétt­læta ým­iss kon­ar ósæmi­lega hegðun og ruddaskap með þeim… Read More »Greinar

Hagsmunir sjúklinga í forgang 

Eftir Jón Gunnarsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjar Níelsson: Almennt séð búum við Íslendingar við mjög öflugt heilbrigðiskerfi. Það byggist ekki síst á faglega sterkum mannauði. Sérfræðilæknar okkar njóta þeirrar sérstöðu, ólíkt því sem er í mörgum löndum, að sækja sér framhaldsmenntun víða um heim. Með því hefur myndast öflugt tengslanet sem nýst hefur vel… Read More »Greinar

Vöndum okkur 

Alþingi kem­ur sam­an í dag. Kom­andi þing­vet­ur er spenn­andi en jafn­framt blasa við stór­ar áskor­an­ir um að halda við þeim efna­hags­stöðug­leika sem náðst hef­ur á liðnum árum. Sá ár­ang­ur er ekki sjálf­sagður. Kaup­mátt­ur er meiri en hann var 2007, laun eru há, verðbólga er lág og at­vinnu­leysi er lítið. Þenn­an ár­ang­ur þarf að verja en… Read More »Greinar

Skemmtilegast í smíði 

Skólastarf er nú hafið eft­ir sum­ar­leyfi. Fjöl­marg­ir nem­end­ur stigu sín fyrstu skref í grunn­skóla og hófu nám í fyrsta bekk. Nokkr­ir nýir nem­end­ur sem voru að taka þetta stóra skref voru tekn­ir tali í Íslandi í dag á Stöð tvö í vik­unni. Spenn­ing­ur­inn leyndi sér ekki, bros á hverju and­liti og til­hlökk­un fyr­ir nýj­um verk­efn­um.… Read More »Greinar

Valfrelsi er lausnin 

Enn einu sinni ber­ast frétt­ir af fjölda barna sem ekki fá pláss á leik­skóla í haust hjá Reykja­vík­ur­borg. Að þessu sinni eru það 128 börn sem ekki fengu leik­skóla­pláss þrátt fyr­ir að hafa fengið lof­orð um pláss. Flest­ir for­eldr­ar þeirra barna höfðu þó gert ráðstaf­an­ir, bæði varðandi vinnu og tekið börn frá dag­for­eldr­um hafi þau… Read More »Greinar

Borgarbúar tapa í stækkandi stjórnkerfi 

Síðustu mánuðir hafa ekki verið góðir fyr­ir stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar eins og dæm­in sýna. Ný­lega féll dóm­ur þar sem Reykja­vík­ur­borg var dæmd til að greiða starfs­manni skaðabæt­ur vegna fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara í garð hans. Í júlí komst kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála að þeirri niður­stöðu að borg­in hefði brotið jafnrétt­is­lög við ráðningu borg­ar­lög­manns í fyrra. Vinnu­eft­ir­litið… Read More »Greinar

Sofandi samþykkir ekkert 

Þannig hljóm­ar fyr­ir­sögn aug­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um, ÍBV, Bleika fíls­ins og öðrum sam­starfsaðilum fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina sem nú er að ganga í garð. Versl­un­ar­manna­helg­in er ein mesta ferðahelgi árs­ins, Íslend­ing­ar flykkj­ast um allt land, flest­ir með felli­hýsi eða tjald og góða skapið í eft­ir­dragi. En þrátt fyr­ir að stærst­ur hluti Íslend­inga skemmti sér kon­ung­lega, bæði… Read More »Greinar

Ríkislandið sem óx og óx 

Um liðna helgi gekk ég eina fjöl­förn­ustu göngu­leið á Íslandi, Lauga­veg­inn. Í Landmannlaugum þar sem gang­an hefst var margt fólk sem var ým­ist að leggja af stað í göngu­ferðir eða að tjalda til að njóta staðar­ins. Á leiðinni breytt­ist nátt­úr­an hratt, fyrst um sinn er auðvelt að gleyma sér í lita­dýrð svæðis­ins og gufustrók­un­um sem… Read More »Greinar

Öflugara heilbrigðiskerfi með einkaaðilum 

Á meðan heil­brigðis­kerfið er einn mik­il­væg­ast þátt­ur mann­lífs­ins hér á landi er það um leið eitt stærsta bit­bein póli­tískra átaka. Öll erum við sam­mála um að vilja gott og öfl­ugt heilbrigðis­kerfi en okk­ur grein­ir á um hvernig kerfið á að vera upp­byggt, hver á að veita þjón­ust­una og svo er það auðvitað hug­lægt mat hvenær… Read More »Greinar

Fjögurra milljarða króna forskot 

Það er nauðsyn­legt að hugsa reglu­lega um hlut­verk stofn­ana rík­is­ins, hvort fjár­magn sé vel nýtt og hvort starf­sem­in eigi yfir höfuð að eiga vera á veg­um rík­is­ins. Rík­is­út­varpið er ein þess­ara stofn­ana. Sam­kvæmt lög­um er mark­mið þess að stuðla að lýðræðis­legri umræðu, menningarlegri fjöl­breytni og fé­lags­legri sam­heldni í ís­lensku sam­fé­lagi með fjöl­miðlaþjón­ustu í al­mannaþágu. Því… Read More »Greinar

Hver ákvað að iðnnám væri lítils virði? 

Síðustu daga hef­ur verið um­fjöll­un um mál manns sem ekki fær inn­göngu í lög­reglu­nám við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri vegna þess að hann hef­ur lokið iðnnámi en ekki bók­námi. Þetta til­vik er dæmi um það hversu iðnnám á Íslandi er lít­ils metið. Á sama tíma er talað um nauðsyn þess að fjölga út­skrifuðum nem­end­um í iðn-,… Read More »Greinar

Við elskum þetta lið 

„Þetta ís­lenska lið gerði eig­in­lega ekki neitt.“ Ein­mitt. Messi hef­ur greini­lega ekki lært neitt af hinum taps­ára koll­ega sín­um, Ronaldo, á EM í fót­bolta sum­arið 2016. Þetta lið gerði nefni­lega mjög margt í þess­um leik á laug­ar­dag­inn. Fyr­ir utan að skora mark, verja víti og pakka í stór­kost­lega vörn sem Messi og fé­lag­ar réðu ein­fald­lega… Read More »Greinar

Að ganga inn í framtíðina 

Um þess­ar mund­ir ganga glaðir stúd­ent­ar út í lífið full­ir til­hlökk­un­ar eft­ir fjölda ára í námi. Þeirra bíður nú að taka ákvörðun um hvort leggja eigi stund á frek­ara nám, hvort tími sé kom­inn til að sækja út á vinnu­markaðinn af full­um krafti eða jafn­vel leggja land und­ir fót, fá reynslu og upp­lif­un úr öðrum… Read More »Greinar