Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Í kjölfar norðanóveðurs undir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík. Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð þannig að rýma… Read More »Fram undan er ár tækifæra
Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförum vikum og mánuðum sett á ferðatakmarkanir, samkomubann og á einstaka stöðum útgöngubann. Slíkar ákvarðanir um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi einstaklinga og þá einvörðungu þegar… Read More »Baráttan við veiruna heldur áfram
Hertar aðgerðir vegna skimunar á landamærum hafa nú tekið gildi. Eins og fram hefur komið er ráðist í þær aðgerðir af illri nauðsyn og vonandi til skamms tíma. Við vitum þó að sá faraldur sem nú geisar mun ganga yfir í bylgjum og aðgerðirnar nú eru áminning um það. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið gífurlegu tjóni á… Read More »Að standa ofan í fötu
Við höfðum ástæðu til að fagna ýmsu þegar sumarið kom. Eftir óveður og jarðskjálfta á nýliðnum vetri tók kórónuveirufaraldurinn við á vormánuðum en útlitið varð betra með vorinu. Samtakamáttur þjóðarinnar var þó einstakur þegar kom að því að takast á við þær aðstæður sem faraldurinn skapaði. Líklega sýndi það sig best um páskana þegar flestir… Read More »Slagurinn er ekki búinn
Stundum er ágætt að staldra við og horfa á það sem vel er gert, til dæmis hvernig fámenn þjóð tekst á við stór og vandasöm verkefni. Landhelgisgæslan er ágætt dæmi um það hvernig við Íslendingar tökumst á við stór verkefni. Ísland er ríflega 100 þúsund ferkílómetrar að stærð og efnahagslögsaga okkar er 200 sjómílur. Þetta… Read More »Við erum til taks
Á mánudag verður ferðafólki frá þeim Evrópuríkjum sem eiga aðild að Schengen gefinn kostur á að fara í skimun fyrir COVID-19 veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skilyrða og leiðir vonandi til þess að landamærin opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar og… Read More »Áskoranir við opnun landamæra
Undanfarnar vikur höfum við fengið að kynnast því sem ekkert okkar hafði gert sér í hugarlund fyrir aðeins nokkrum mánuðum, að lifa við mikla skerðingu á daglegu frelsi. Við höfum ekki getað hitt eldri ættingja, farið í líkamsrækt, knúsað litlu systur, haldið fermingarveislur né ferðast óhindrað milli landa. Það er merkilegt að sjá þann samtakamátt… Read More »Við stefnum í eðlilegt horf
Aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19-heimsfaraldursins hafa miðað að því að verja líf og heilsu landsmanna. Frumskylda stjórnvalda er að standa vörð um öryggi þjóðarinnar gagnvart sérhverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hefur vikið til hliðar undanfarna mánuði á meðan almenningur hefur með samhentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera markviss… Read More »Lífið heldur áfram
Fræg er sagan af því þegar Milton Friedman var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skóflum. Þegar hann spurðist fyrir um af hverju þeir nýttu ekki nútímatækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki atvinnu. Gröfur og vinnuvélar myndu fækka… Read More »Matskeiðar og verðmætasköpun