Við stefnum í eðlilegt horf

Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fengið að kynn­ast því sem ekk­ert okk­ar hafði gert sér í hug­ar­lund fyr­ir aðeins nokkr­um mánuðum, að lifa við mikla skerðingu á dag­legu frelsi. Við höfum ekki getað hitt eldri ætt­ingja, farið í lík­ams­rækt, knúsað litlu syst­ur, haldið ferm­ing­ar­veisl­ur né ferðast óhindrað milli landa. Það er merki­legt að sjá þann sam­taka­mátt […]

Lífið heldur áfram

Aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins hafa miðað að því að verja líf og heilsu lands­manna. Frum­skylda stjórn­valda er að standa vörð um ör­yggi þjóðar­inn­ar gagn­vart sér­hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hef­ur vikið til hliðar und­an­farna mánuði á meðan al­menn­ing­ur hef­ur með sam­hentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera mark­viss […]

Matskeiðar og verðmætasköpun

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka […]

Þolinmæðin þrautir vinnur allar

Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir frá því fyrstu fregnir bárust um nýja hópsýkingu lungnabólgu í Kína, sem síðar hefur verið gefið heitið COVID-19. Í frétt á heimasíðu landlæknis 13. janúar er vísað í upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) um þennan nýja sjúkdóm. Þar segir að ekkert smit á milli manna […]

Við hugsum í lausnum

„Íslenskri þjóð hef­ur alltaf tek­ist að fást við erfið verk­efni. Við höf­um gengið í gegn­um það í marg­ar ald­ir. Og mér finnst við kunna ákaf­lega vel að taka þessu sem að hönd­um ber núna.“ Þetta sagði Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fv. for­seti Íslands, sem í vik­unni fagnaði 90 ára af­mæli, þegar hún var spurð hvernig henni fynd­ist […]

Áfram að markinu

Margt bend­ir til þess að aðgerðir al­manna­varna gegn heims­far­aldr­in­um, COVID-19, séu að bera ár­ang­ur hér á landi. Þjóðin er sam­hent í viðbrögðum sín­um og lang­flest­ir hlýða fyr­ir­mæl­um sótt­varna­lækn­is um breytt hegðun­ar­mynst­ur. Þríeykið Víðir, Alma og Þórólf­ur stend­ur í stafni og miðlar upp­lýs­ing­um og fræðslu á dag­leg­um blaðamanna­fund­um. Allt er þetta uppörv­andi og til fyr­ir­mynd­ar. Þau, […]

Við erum öll almannavarnir

Við lif­um á mikl­um óvissu­tím­um. Heims­far­ald­ur geis­ar og hann mun reyna á þolgæði okk­ar allra. Frá því að far­ald­ur­inn hófst í Kína hafa sér­fræðing­ar í sótt­vörn­um og full­trú­ar okk­ar í al­manna­vörn­um unnið mikið starf við að greina vand­ann og leggja fram áætlan­ir um það hvernig skyn­sam­legt sé að bregðast við. Þeir hafa stýrt aðgerðum og […]

Öflugri almannavarnir

Við Íslend­ing­ar vor­um minnt á það í síðustu viku hve nátt­úru­öfl­in eru áhrifa­mik­ill þátt­ur í lífi okk­ar og til­veru. Veður­ham­ur­inn varð þess vald­andi að raf­magns­laust var á stór­um svæðum á norðan­verðu land­inu í marga sól­ar­hringa. Fjöl­marg­ir voru einnig án hita og fjar­skipta og út­send­ing­ar RÚV lágu niðri á sum­um svæðum. Hér skapaðist ástand þar sem […]
  • 1
  • 2