Nokkrar vikur verða að sekúndum

Ávallt ber að stefna að því að bæta þjónustu hins opinbera, gera hana skilvikari og einfaldari. Allir þeir sem fjárfest hafa í húsnæði þekkja það að þurfa að þinglýsa viðeigandi pappírum. Þinglýsingar gegna þýðingarmiklu hlutverki í fjármála- og viðskiptalífi landsmanna. Það á ekki bara við um atvinnurekstur heldur einnig einstaklinga. Sá sem vill stofna til […]

Áhlaupið rann út í sandinn

Áhlaupið á þinghúsið í Washington að áeggjan Donalds Trumps minnir okkur á þau fornu sannindi að vald spillir og algert vald gjörspillir. Með þeim orðum vísaði Acton lávarður til þess að of mikil völd á hendi eins leiðtoga hefðu tilhneigingu til þess að slæva siðferðisvitund hans þannig að hann gæti ekki lengur greint rétt frá […]

Fram undan er ár tækifæra

Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Í kjölfar norðanóveðurs undir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík. Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð þannig að rýma […]

Gerum betur við börn á flótta

Við sem þjóðfélag viljum koma vel fram gagnvart börnum á flótta, veita þeim þann stuðning sem til þarf, sýna þeim nærgætni og umhyggju. Fáir eru bjargarlausari í hópi flóttamanna en börn. Þau koma hingað í leit að vernd og eru ýmist í fylgd forsjáraðila, fjölskyldumeðlima eða ein og fylgdarlaus. Það er mikilvægt að halda vel […]

Öflugir dómstólar

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn þegar endanleg niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) var kynnt í Landsréttarmálinu í síðustu viku. Meðal annars var kvartað yfir því að málinu hefði yfir höfuð verið skotið til yfirdeildar dómstólsins. Flestir sérfræðingar töldu þó að fyrri dómur MDE hefði skapað mikla réttaróvissu. Sú skoðun var réttmæt. Átti fyrri dómur við um alla […]

Farsælt samstarf ólíkra flokka

Abraham Lincoln fór þá frumlegu leið, þegar hann myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1860, að skipa öflugustu andstæðinga sína úr flokki repúblikana í mikilvægustu ráðherraembættin. Þetta reyndist heilladrjúg ákvörðun. Með kænsku sinni og leiðtogahæfileikum tókst honum að mynda sterka einingu ólíkra einstaklinga til að takast á við djúpstæð átök og sundrungu Bandaríkjanna sem lauk með […]

Ábyrgð og aðgerðir

Nú stendur yfir al­þjóð­legt sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Gær­dagurinn markaði upp­haf á­taksins sem ætlað er að hvetja til um­ræðu og vitundar­vakningar um að sam­fé­lagið allt standi saman gegn slíku of­beldi og knýi á um af­nám þess. Þetta árið beinist á­takið að á­hrifum heims­far­aldurs CO­VID-19 á kyn­bundið of­beldi. Vitað er að þær að­gerðir sem […]

Tvær útskýringar, einn sannleikur

Tölu­verður mun­ur var á skýr­ingu Rík­is­út­varps­ins í upp­hafi vik­unn­ar og um­mæl­um eins höf­unda fimmtu út­tekt­ar GRECO um niður­stöður eft­ir­fylgni­skýrslu sam­tak­anna hvað Ísland varðar. GRECO eru sam­tök ríkja inn­an Evr­ópuráðsins sem berj­ast gegn spill­ingu. Úttekt sam­tak­anna hófst fyr­ir tveim­ur árum og stend­ur enn yfir. Íslensk stjórn­völd hafa lagt sig fram við að fylgja þeim leiðbein­ing­um sem […]

Hey þú, takk!

Í stað þess að fara á busa­ball í nýja mennta­skól­an­um aðstoðaðir þú for­eldra þína við að setja upp for­rit til að fara á fjar­fund í vinn­unni. Í stað þess að fara á ballið hitt­ir þú vin­ina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æf­ingu dag­inn eft­ir […]

Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

Stafræn tækni hefur umbylt samskiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Dæmi um þetta er þegar stafræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga. Þetta […]