Ísland af gráum lista

Ísland er ekki lengur á „gráum lista“ FATF (Financial Action Task Force) yfir þau ríki sem sæta auknu eftirliti vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru ánægjuleg og mikilvæg tíðindi. Með samstilltu átaki fjölmargra aðila hefur okkur tekist á skömmum tíma að bæta úr þeim ágöllum á íslensku laga- og regluverki sem […]

Vernd gegn umsátri

Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál þar sem einstaklingar hafa verið beittir ofbeldi, sætt ofsóknum eða hótunum og í framhaldi óskað eftir nálgunarbanni á þann sem ofbeldinu beitir. Um sum þessara mála hefur verið fjallað í fjölmiðlum en þau eru þó talsvert fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Nálgunarbannið er ráðstöfun […]

Stórsókn í stafrænni þjónustu

Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að takast á við gífurlegt efnahagslegt áfall af völdum Covid-19-faraldursins. Á þessu ári hafa tekjur hins opinbera dregist saman um vel á annað hundrað milljarða króna og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað verulega […]

Samið við lögreglumenn

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að lögreglumenn hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning milli Landssambands lögreglumanna og samninganefndar ríkisins með miklum meirihluta atkvæða. Viðræður höfðu staðið yfir með hléum allt frá því í apríl 2019 þegar samningar voru lausir. Dómsmálaráðherra hefur ekki beina aðkomu að kjaramálum lögreglumanna en ég hef þó fylgst reglulega með viðræðum, fengið […]

Baráttan við veiruna heldur áfram

Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförum vikum og mánuðum sett á ferðatakmarkanir, samkomubann og á einstaka stöðum útgöngubann. Slíkar ákvarðanir um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi einstaklinga og þá einvörðungu þegar […]

Að hafa það heldur er sannara reynist

Á komandi þingvetri mun ég leggja fram á nýjan leik frumvarp um ærumeiðingar. Með frumvarpinu er leitast við að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Refsingar vegna ærumeiðinga yrðu að meginstefnu til aflagðar í þágu tjáningarfrelsis. Almenn ákvæði laga um ærumeiðingar yrðu færð úr almennum hegningarlögum yfir í sérstök lög á sviði einkaréttar. Sú breyting hefur […]

Vernd gegn ofbeldi

Kvenna­at­hvarf á Norður­landi verður opnað í fyrsta sinn í dag. Hingað til hef­ur ekki verið neitt bú­setu­úr­ræði utan Reykja­vík­ur fyr­ir kon­ur og börn sem ekki geta dvalið á heim­ili sínu vegna of­beld­is. Mik­il­vægt er að tryggja íbú­um á lands­byggðinni aðgengi að þjón­ustu vegna heim­il­isof­beld­is. Hér er um til­rauna­verk­efni að ræða og þörf­in á slíku úrræði […]

Að standa ofan í fötu

Hert­ar aðgerðir vegna skimun­ar á landa­mær­um hafa nú tekið gildi. Eins og fram hef­ur komið er ráðist í þær aðgerðir af illri nauðsyn og vonandi til skamms tíma. Við vit­um þó að sá far­ald­ur sem nú geis­ar mun ganga yfir í bylgj­um og aðgerðirn­ar nú eru áminn­ing um það. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur valdið gíf­ur­legu tjóni á […]

Slagurinn er ekki búinn

Við höfðum ástæðu til að fagna ýmsu þegar sumarið kom. Eftir óveður og jarðskjálfta á nýliðnum vetri tók kórónuveirufaraldurinn við á vormánuðum en útlitið varð betra með vorinu. Samtakamáttur þjóðarinnar var þó einstakur þegar kom að því að takast á við þær aðstæður sem faraldurinn skapaði. Líklega sýndi það sig best um páskana þegar flestir […]

Óviðunandi refsiauki

Samkvæmt nýlegum rannsóknum er endurkomutíðni í íslensk fangelsi um 20% og er hún með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fangelsiskerfinu. Eigi að síður er staðan sú að fangelsin hafa ekki getað sinnt fullnustu allra dæmdra fangelsisrefsinga og vararefsinga. Í apríl á þessu ári voru 638 einstaklingar á […]