Við erum til taks

Stundum er ágætt að staldra við og horfa á það sem vel er gert, til dæmis hvernig fámenn þjóð tekst á við stór og vandasöm verkefni. Landhelgisgæslan er ágætt dæmi um það hvernig við Íslendingar tökumst á við stór verkefni. Ísland er ríflega 100 þúsund ferkílómetrar að stærð og efnahagslögsaga okkar er 200 sjómílur. Þetta […]

Áskoranir við opnun landamæra

Á mánudag verður ferðafólki frá þeim Evrópuríkjum sem eiga aðild að Schengen gefinn kostur á að fara í skimun fyrir COVID-19 veirunni fremur en að fara í 14 daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skilyrða og leiðir vonandi til þess að landamærin opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar og […]

Fyrirtæki komist í skjól

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt sig alla fram við að hjálpa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að kom­ast í gegn­um öldu­rótið sem skap­ast hef­ur af völd­um heims­far­ald­urs COVID-19. Áhersla hef­ur verið lögð á að verja störf og af­komu al­menn­ings. Einn liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar lýt­ur að því að koma líflínu til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir tekju­hruni. Heil atvinnugrein […]

Við stefnum í eðlilegt horf

Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fengið að kynn­ast því sem ekk­ert okk­ar hafði gert sér í hug­ar­lund fyr­ir aðeins nokkr­um mánuðum, að lifa við mikla skerðingu á dag­legu frelsi. Við höfum ekki getað hitt eldri ætt­ingja, farið í lík­ams­rækt, knúsað litlu syst­ur, haldið ferm­ing­ar­veisl­ur né ferðast óhindrað milli landa. Það er merki­legt að sjá þann sam­taka­mátt […]

Kerfið þarf að virka

Frum­varp til breyt­inga á út­lend­inga­lög­um ligg­ur nú fyr­ir á Alþingi. Efni þess má skipta í þrennt; um alþjóðlega vernd, dval­ar­leyfi og at­vinnu­rétt­indi. Þar er meðal ann­ars gert ráð fyr­ir að dval­ar­leyfi vegna vi­st­ráðning­ar (au-pair) verði til tveggja ára í stað eins árs áður, að út­lend­ing­ar með sér­fræðiþekk­ingu sem missa starf sitt fái dval­ar­leyfi um tíma […]

Lífið heldur áfram

Aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins hafa miðað að því að verja líf og heilsu lands­manna. Frum­skylda stjórn­valda er að standa vörð um ör­yggi þjóðar­inn­ar gagn­vart sér­hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hef­ur vikið til hliðar und­an­farna mánuði á meðan al­menn­ing­ur hef­ur með sam­hentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera mark­viss […]

Það sem er barni fyrir bestu

Það er mik­il­vægt að jafna stöðu þeirra for­eldra sem fara sam­eig­in­lega með for­sjá barns og ákveða að ala það upp sam­an á tveim­ur heim­il­um. Með nýju frum­varpi sem ég hef lagt fram er lögð til sú breyt­ing að for­eldr­ar geti samið um að skipta bú­setu barns­ins þannig að það verði skráð með tvö heim­ili. Tals­verðar […]

Matskeiðar og verðmætasköpun

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka […]

Þolinmæðin þrautir vinnur allar

Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir frá því fyrstu fregnir bárust um nýja hópsýkingu lungnabólgu í Kína, sem síðar hefur verið gefið heitið COVID-19. Í frétt á heimasíðu landlæknis 13. janúar er vísað í upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) um þennan nýja sjúkdóm. Þar segir að ekkert smit á milli manna […]

Við hugsum í lausnum

„Íslenskri þjóð hef­ur alltaf tek­ist að fást við erfið verk­efni. Við höf­um gengið í gegn­um það í marg­ar ald­ir. Og mér finnst við kunna ákaf­lega vel að taka þessu sem að hönd­um ber núna.“ Þetta sagði Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fv. for­seti Íslands, sem í vik­unni fagnaði 90 ára af­mæli, þegar hún var spurð hvernig henni fynd­ist […]