Öryggi og þjónusta við almenning

Lögregluráð hefur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti allir lögreglustjórar landsins auk ríkislögreglustjóra sem verður formaður þess. Tilgangur ráðsins er að auka samvinnu lögregluembættanna, gera störf lögreglunnar skilvirkari, draga úr tvíverknaði og nýta betur þá fjármuni sem lögreglan fær á fjárlögum hverju sinni. Nýr ríkislögreglustjóri mun leiða þessa vinnu í samráði við aðra […]

Á tímamótum – og allan ársins hring

Í upp­hafi nýs árs er við hæfi að meta árið sem nú er liðið og horfa til þess hvernig nýja árið lítur út. Árið 2019 var viðburðaríkt og full ástæða er til að horfa björt­um aug­um á árið 2020. Ísland er á réttri leið og við get­um verið full til­hlökk­un­ar gagn­vart þeim krefj­andi verkefn­um sem […]

Öflugri almannavarnir

Við Íslend­ing­ar vor­um minnt á það í síðustu viku hve nátt­úru­öfl­in eru áhrifa­mik­ill þátt­ur í lífi okk­ar og til­veru. Veður­ham­ur­inn varð þess vald­andi að raf­magns­laust var á stór­um svæðum á norðan­verðu land­inu í marga sól­ar­hringa. Fjöl­marg­ir voru einnig án hita og fjar­skipta og út­send­ing­ar RÚV lágu niðri á sum­um svæðum. Hér skapaðist ástand þar sem […]

Ekki bara geymsla

Fangar eiga rétt á almennri heilbrigðisþjónustu og þar með talið aðstoð sálfræðinga og sérfræðinga í fíknsjúkdómum. Dómsmálaráðuneytið hyggst hrinda í framkvæmd og fylgja eftir aðgerðaáætlun sem í megindráttum snýst um að efla heilbrigðisþjónustu við fanga og tryggja markvissa og samhæfða framkvæmd þjónustunnar. Sérstök áhersla verður lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og skilgreina verklag í innri […]

Sjálfkrafa skattahækkun

Íslendingar hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum á undanförnum árum. Skuldir ríkisins hafa helmingast frá árinu 2012 og svigrúm hefur myndast til skattalækkana. Ríkisstjórnin boðar lækkun tekjuskatts á næsta ári. Sú lækkun mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu munu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Þá verður dregið úr álögum á […]

Sósíalisminn er fullreyndur

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Múrinn var öðru fremur tákn um mannvonsku og grimmd og í raun birtingarmynd sósíalismans. Með falli hans leið undir lok hugmyndafræði sem haldið hafði þjóðum Austur-Evrópu föngnum áratugum saman. Á sama tíma blómstraði efnahagur flestra ríkja vestan járntjaldsins. Íbúar Austur-Þýskalands, Ungverjalands, Tékklands, Póllands, Eystrasaltsríkjanna, Rúmeníu […]

Kirkja í smíðum

Ég flutti opnunarávarp á Kirkjuþingi um liðna helgi. Mesta athygli hefur vakið að ég beindi sjónum mínum að baráttu hinsegin fólks og hvernig kirkjan náði þar ekki að fylgja samtímanum. Frá aldamótum hafði meirihluti landsmanna snúist á sveif með réttindabaráttu samkynhneigðra en þjóðkirkjan stóð þar á móti. Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi vel sinnt mikilvægu hlutverki […]

Hver á heima í tugthúsinu

Lög­spek­ing­ur­inn Njáll á Bergþórs­hvoli á að hafa sagt fyr­ir margt löngu „með lög­um skal land vort byggja, en með ólög­um eyða“. Þetta er um margt rétt. Ef laga­setn­ing frá Alþingi er ekki skýr, í takt við tím­ann og ríkj­andi viðhorf reyn­ist eðli­lega erfitt fyr­ir borg­ar­ana að fara að þeim sömu lög­um. Dæmi um úr­elta laga­setn­ingu […]

Ekki bara málsnúmer

Á und­an­förn­um árum hafa komið fram al­var­leg­ar ábend­ing­ar í skýrsl­um, rann­sókn­um, um­fjöll­un fjölmiðla og ekki síst beint frá brotaþolum kynferðisafbrota, að þeir taki meðvitaða ákvörðun um að kæra ekki brot­in. Ein af ástæðunum er sú að þeir treysta ekki rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Slíkt er óboðlegt í ís­lensku rétt­ar­ríki. Hér er um al­var­lega brota­löm að ræða sem brýnt […]

Er þetta for­gangs­mál

„Er þetta nú for­gangs­mál?“ Þetta er spurn­ing sem sum­ir spyrja þegar fram koma mál sem lúta að því að auka frelsi ein­stak­linga. Í hvert ein­asta skipti sem rætt er um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­gjöf­inni er spurt hvort það sé for­gangs­mál og hvort það séu ekki mik­il­væg­ari mál sem hægt sé að sinna. Hvernig dett­ur nokkr­um stjórn­mála­manni […]