Öflugir dómstólar

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn þegar endanleg niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) var kynnt í Landsréttarmálinu í síðustu viku. Meðal annars var kvartað yfir því að málinu hefði yfir höfuð verið skotið til yfirdeildar dómstólsins. Flestir sérfræðingar töldu þó að fyrri dómur MDE hefði skapað mikla réttaróvissu. Sú skoðun var réttmæt. Átti fyrri dómur við um alla […]

Að hafa það heldur er sannara reynist

Á komandi þingvetri mun ég leggja fram á nýjan leik frumvarp um ærumeiðingar. Með frumvarpinu er leitast við að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Refsingar vegna ærumeiðinga yrðu að meginstefnu til aflagðar í þágu tjáningarfrelsis. Almenn ákvæði laga um ærumeiðingar yrðu færð úr almennum hegningarlögum yfir í sérstök lög á sviði einkaréttar. Sú breyting hefur […]

Hæstiréttur Íslands 100 ára

Í þjóðfrels­is­bar­áttu Íslend­inga á 19. öld var ein krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðli­leg og rök­rétt krafa. Sjálf­stætt og óháð dómsvald er samofið kenn­ing­unni um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins sem var grund­völl­ur frelsis­hreyf­inga á Vest­ur­lönd­um á tíma sjálfstæðisbar­átt­unn­ar. Hæstirétt­ur Dan­merk­ur fór með úr­slita­vald í ís­lensk­um mál­um allt til árs­ins 1920. Íslend­ing­ar […]

Hæstiréttur Íslands 100 ára – hátíðarrit Orators

Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld var ein helsta krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðlileg og rökrétt krafa því sjálfstætt og óháð dómsvald er samofið kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins sem lá að baki frelsishreyfinga 18. og 19. alda á Vesturlöndum. Hæstiréttur Danmerkur var stofnaður árið 1661 en skorið var […]

Réttarbót í dómsmálum

Stofn­un End­urupp­töku­dóms er eitt af fyrstu mál­um vorþings­ins. Með stofn­un dóms­ins verða tek­in af öll tví­mæli um að dómsvaldið sé ein­vörðungu á hendi dóm­ara í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá. Úrlausn­ir dóms­ins verða end­an­leg­ar. Sá galli er á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi að nefnd á veg­um fram­kvæmda­valds­ins, end­urupp­töku­nefnd, hef­ur vald til að heim­ila end­urupp­töku mála sem dóm­stól­ar hafa leyst […]

Landsréttur ein grunnstoða réttarríkisins

Þegar rætt var um fyrirhugaða skipun dómara við Landsrétt á Alþingi sl. vor var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að hugað yrði að jafnrétti kynjanna við þá skipun. Við það tilefni tókst ég á við tvo þingmenn þáverandi stjórnarandstöðu. Við vorum sammála um að eftir að ljóst var hverjir uppfylltu kröfur laga um almennt […]