Fröken Reykjavík

Að mörgu leyti geta orð Jónasar Árnasonar í texta sönglagsins um Fröken Reykjavík einnig átt við um borgina sjálfa: „Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún fröken Reykjavík.“ Með sinn „djarfa svip og ögn af yfirlæti“ má með nokkurri einföldun segja að Reykjavík sé blanda af evrópskri stórborg með þéttri byggð og […]

Nú er rétti tíminn til að selja

Nú er áformað að selja um fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka og vonandi ganga þær áætlanir eftir á fyrri hluta þessa árs. Ríkissjóður eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis á árinu 2015. Allt frá þeim tíma hefur legið fyrir að ríkið hygðist selja þegar tækifæri skapaðist enda hvorki rétt né skynsamlegt að meirihluti bankakerfisins sé […]

Fram undan er ár tækifæra

Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Í kjölfar norðanóveðurs undir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík. Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð þannig að rýma […]

Ísland af gráum lista

Ísland er ekki lengur á „gráum lista“ FATF (Financial Action Task Force) yfir þau ríki sem sæta auknu eftirliti vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru ánægjuleg og mikilvæg tíðindi. Með samstilltu átaki fjölmargra aðila hefur okkur tekist á skömmum tíma að bæta úr þeim ágöllum á íslensku laga- og regluverki sem […]

Stórsókn í stafrænni þjónustu

Fjárlagafrumvarp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að takast á við gífurlegt efnahagslegt áfall af völdum Covid-19-faraldursins. Á þessu ári hafa tekjur hins opinbera dregist saman um vel á annað hundrað milljarða króna og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað verulega […]

Fyrirtæki komist í skjól

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt sig alla fram við að hjálpa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að kom­ast í gegn­um öldu­rótið sem skap­ast hef­ur af völd­um heims­far­ald­urs COVID-19. Áhersla hef­ur verið lögð á að verja störf og af­komu al­menn­ings. Einn liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar lýt­ur að því að koma líflínu til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir tekju­hruni. Heil atvinnugrein […]

Lífið heldur áfram

Aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins hafa miðað að því að verja líf og heilsu lands­manna. Frum­skylda stjórn­valda er að standa vörð um ör­yggi þjóðar­inn­ar gagn­vart sér­hverri ógn sem að henni steðjar. Allt annað hef­ur vikið til hliðar und­an­farna mánuði á meðan al­menn­ing­ur hef­ur með sam­hentu átaki brugðist gegn veirunni. En viðbrögðin verða að vera mark­viss […]

Matskeiðar og verðmætasköpun

Fræg er sag­an af því þegar Milt­on Friedm­an var á ferð um Asíu og kom að hópi manna sem voru að grafa skurð með skófl­um. Þegar hann spurðist fyr­ir um af hverju þeir nýttu ekki nú­tíma­tækni fékk hann þau svör að þetta væri gert svona til að skapa fólki at­vinnu. Gröf­ur og vinnu­vél­ar myndu fækka […]

Á tímamótum – og allan ársins hring

Í upp­hafi nýs árs er við hæfi að meta árið sem nú er liðið og horfa til þess hvernig nýja árið lítur út. Árið 2019 var viðburðaríkt og full ástæða er til að horfa björt­um aug­um á árið 2020. Ísland er á réttri leið og við get­um verið full til­hlökk­un­ar gagn­vart þeim krefj­andi verkefn­um sem […]

Sjálfkrafa skattahækkun

Íslendingar hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum á undanförnum árum. Skuldir ríkisins hafa helmingast frá árinu 2012 og svigrúm hefur myndast til skattalækkana. Ríkisstjórnin boðar lækkun tekjuskatts á næsta ári. Sú lækkun mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu munu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Þá verður dregið úr álögum á […]