Innantóm orð

Margaret Thatcher hafði einu sinni á orði að alvöruleiðtogi þyrfti ekki að ganga um og segja öllum að hann væri leiðtogi, meinti að verkin myndu tala ef um alvöruleiðtoga væri að ræða. Þetta á ágætlega við um stjórnmálin. Þeir eru til sem hafa mótað sér sterka hugmyndafræði, vinna eftir henni og láta verkin tala. Síðan […]

Hæfileikar til að spinna

Orðfæri og framkoma þingmanna er veigamikill þáttur í því hversu mikið eða lítið traust borið er til Alþingis. Í tæpan áratug hefur það traust verið lítið og að hluta til á það sér eðlilegar skýringar. Að stórum hluta eru skýringarnar þó ekki eðlilegar. Festa og stöðugleiki er versti óvinur sumra stjórnmálamanna og því reyna þeir […]

Það munar um minna

Rétt fyrir jólin fékk ég tækifæri til að mæla fyrir frumvarpi um afnám stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Vonandi tekst okkur þingmönnum að afgreiða frumvarpið á nýju ári enda mikið hagsmunamál fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Einstaklingum ber nú almennt að […]

Sameinuð í sigrum og sorg

Við­burða­ríkt ár er nú á enda. Sam­einuð var þjóðin í von og sorg vegna Birnu Brjáns­dóttur og sam­einuð var hún líka í sigrum og gleði yfir vel­gengni í knatt­spyrn­unni. Á árinu sátu þrír for­sæt­is­ráð­herr­ar, tvær rík­is­stjórnir og enn bætt­ust nýir flokkar við eftir kosn­ingar síðla hausts. Sjálf sat ég í tveimur stjórn­ar­meiri­hlut­um, tók að mér […]

Ábyrgð fyrir framtíðina

Í dag er 148. löggjafarþingið sett á Alþingi Íslendinga. Nýr meirihluti hefur störf nú rétt fyrir jól og þingsins bíður það mikilvæga verkefni að klára fjárlög næsta árs um hátíðirnar. Grundvallaratriði er að í þeirri vinnu verði það sameiginlegt markmið okkar allra til að byggja upp til framtíðar. Þannig þarf að forgangsraða í þágu grunnstoða […]

Okkar bíður stórt verkefni

Þrátt fyrir að vel gangi í efnahagslífinu bíða okkur ýmis verkefni, stór og smá. Úrbætur á tryggingakerfi öryrkja er eitt af stóru verkefnunum sem á að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Kerfið í dag er á margan hátt ranglátt og refsar öryrkjum með sérstökum hætti. Í dag er það svo að einstætt foreldri missir […]

Ósanngjarn skattur

Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur […]

Lánshæfiseinkunn – hvað er það?

Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008. Hvers […]

Bitnar á öllum kynslóðum

Töluvert er fjallað um húsnæðismál unga fólksins nú í aðdraganda kosninga enda er um mikilvægt mál að ræða sem snertir okkur öll. Ég hef vakið máls á mikilvægi þess að hið opinbera auðveldi ungu fólki að eignast sitt eigið húsnæði og fagnað því að fólk fái að nýta séreignarsparnað til að létta undir kaupum. Frekari […]