Lítil en mikilvæg skref

Nú er liðið tæpt 31 ár frá því bjór var leyfður á Íslandi, en hann hafði þá verið bannaður í rúm 70 ár. Sjálfsagt myndu fáir vilja banna hann á ný í dag og þrengja þannig að valfrelsi einstaklinga. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að afnám bjórbannsins varð ekki til af […]

Hey þú, takk!

Í stað þess að fara á busa­ball í nýja mennta­skól­an­um aðstoðaðir þú for­eldra þína við að setja upp for­rit til að fara á fjar­fund í vinn­unni. Í stað þess að fara á ballið hitt­ir þú vin­ina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æf­ingu dag­inn eft­ir […]

Staðreyndir um netverslunarfrumvarpið

Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um frumvarp mitt til breytinga á netverslun með áfengi. Málið er ekki nýtt af nálinni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, tilbúið í byrjun árs og fór í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Því fer fjarri að það sé tilkomið vegna þess […]

Ljótur en ekki Skallagrímur

Flest­ir kann­ast við þá fleygu setn­ingu „að fjórðungi bregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fóst­urs og fjórðungi til nafns“. Þarna kem­ur fram sú sýn að nöfn skipti miklu máli. Það sé heilla­væn­legt að skíra barnið í höfuðið á ein­hverri ákveðinni fyr­ir­mynd. Þetta geta verið afar eða ömm­ur, frænd­ur eða frænk­ur eða ein­hverj­ir allt […]

Sósíalisminn er fullreyndur

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Múrinn var öðru fremur tákn um mannvonsku og grimmd og í raun birtingarmynd sósíalismans. Með falli hans leið undir lok hugmyndafræði sem haldið hafði þjóðum Austur-Evrópu föngnum áratugum saman. Á sama tíma blómstraði efnahagur flestra ríkja vestan járntjaldsins. Íbúar Austur-Þýskalands, Ungverjalands, Tékklands, Póllands, Eystrasaltsríkjanna, Rúmeníu […]

Er þetta for­gangs­mál

„Er þetta nú for­gangs­mál?“ Þetta er spurn­ing sem sum­ir spyrja þegar fram koma mál sem lúta að því að auka frelsi ein­stak­linga. Í hvert ein­asta skipti sem rætt er um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­gjöf­inni er spurt hvort það sé for­gangs­mál og hvort það séu ekki mik­il­væg­ari mál sem hægt sé að sinna. Hvernig dett­ur nokkr­um stjórn­mála­manni […]

Falið útvarpsgjald

Það er eðli­legt að fram fari umræða um stöðu fjöl­miðla hér á landi enda er staða sjálf­stæðra fjöl­miðla í mörg­um til­vik­um slæm. Mennta­málaráðherra hef­ur kynnt frum­varp og hug­mynd­ir að breyt­ing­um á fjöl­miðlaum­hverf­inu. Á meðan marg­ir vilja styrkja og efla sjálf­stæða fjöl­miðla eru það færri sem nefna fíl­inn í her­berg­inu, Rík­is­út­varpið. Erfitt rekstr­ar­um­hverfi annarra fjöl­miðla or­sak­ast […]

Nærbuxnaverslun ríkisins

Fjölmiðlarekstur, flutningastarfsemi, fjármálaþjónusta, póstburður, orkuframleiðsla, orkusala, heilbrigðisþjónusta og verslunarrekstur. Allt eru þetta dæmi um starfsemi sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna – enda gera þeir það á hverjum degi. Á sama tíma á ríkið beina aðkomu að öllum þessum atvinnugreinum, í flestum tilvikum í samkeppni við einkaaðila. Það vekur oft athygli – og furðu […]

Allt í góðum tilgangi

Það væri líklega margt öðruvísi ef stjórnmálamenn færu ávallt þá leið að stýra einstaklingum í rétta átt að þeirra mati með sköttum eða íþyngjandi löggjöf. Mér er til efs að yfir höfuð væri leyft að aka um á bílum, fá sér bjór, horfa á sjónvarp, nota netið og áfram mætti telja. Bannið væri rökstutt með […]

Lausn sem virkar

Eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í útborgun. Þessar leiðir tóku gildi […]