Regluverkið sem enginn bað um

Flókið regluverk hér á landi felur í sér mikinn kostnað fyrir atvinnulífið. Á sama tíma vantar sveitarfélög sérhæft starfsfólk til að sinna vaxandi eftirlitshlutverki sínu. Íþyngjandi regluverk hækkar húsnæðisverð og hefur áhrif á skortstöðu á húsnæðismarkaði. Flókið regluverk eykur skriffinnsku og ýtir undir ótta við að gera mistök, það vill enginn brjóta lögin. Reglufarganið hefur […]

Vesturheimur og vínartertur

Á ég að segja ykkur sögur frá Íslandi, landinu sem þið elskið mest af öllu?“ spurði ungur drengur frá Íslandi í bréfi sem hann skrifaði til dagblaðsins Sunshine sem dreift var meðal Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku fyrir rúmum hundrað árum. Þetta bréf og fleiri er að finna í nýútgefinni bók, Sólskinsbörnunum eftir Christopher Crocker, en þar […]

Af hverju alþjóðlegir sérfræðingar?

Heimurinn er í kapphlaupi um fólk, kapphlaupi um sérhæfða kunnáttu fólks sem þörf er á svo vaxtatækifæri atvinnulífsins verði að veruleika. Samkeppnin er hörð og að mörgu leyti hefur Ísland staðið vel. Fólk vill koma hingað en erfitt hefur reynst að fá leyfi til að starfa til skemmri eða lengri tíma þar sem kerfið hefur […]

Nýtum tækifærin

Við búum sem betur fer við góð lífskjör hér á landi. Lífsgæði hér eru með þeim mestu í heimi, hamingja þjóðarinnar mælist hátt, samfélagsinnviðir okkar eru sterkir, jöfnuður er mikill, félagslegt öryggi er mikið og það sama gildir um almennt öryggi. Kaupmáttur launa hækkaði í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur og þá hafa ráðstöfunartekjur aukist töluvert […]

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta

Það er óumdeilt að Ísland er háskattaríki hvernig sem á það er litið og frekar tilefni til þess að lækka álögur en að hækka þær. Skattkerfið á Íslandi er þegar tekjujafnandi og ójöfnuður mælist einna minnstur hér á landi. Það heyrist þó kunnuglegt stef úr herbúðum vinstri manna í aðdraganda kosninga, að lausnin við flestum […]

Að láta verkin tala

Í dag eru tvö ár liðin frá því ég tók við embætti dómsmálaráðherra. Kjörtímabilið var þá hálfnað og ljóst að það þyrfti að bretta upp ermar til að ná markverðum breytingum í anda Sjálfstæðisstefnunnar áður en kjörtímabilinu lyki. Við réðumst meðal annars í stórsókn í stafrænni þróun undirstofnana ráðuneytisins og breyttum lögum þannig að foreldrar […]

Alvörulausnir í loftslagsmálum

Á liðnum árum hafa orðið gífurlegar framfarir í umhverfisvænum lausnum, betri nýtingu á auðlindum og sóun hefur minnkað. Á sama tíma hefur hugarfar og almenn þekking fólks á umhverfismálum gjörbreyst, þá sérstaklega á meðal yngri kynslóða. Þetta kemur einnig fram í breyttri hegðun neytenda. Fólk vill til að mynda vita hvaðan maturinn á diskinum kemur, […]

Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu

Við ræðum þessa dagana um margháttaðan vanda heilbrigðiskerfisins, verri þjónustu við leghálsskimanir og liðskiptaaðgerðir og vanmátt Landspítalans til að takast á við erfið verkefni. Í þeirri umræðu virðast flestir ganga út frá því sem gefnu að heilbrigðisþjónustan skuli kostuð og miðstýrð af ríkinu. Engar aðrar lausnir komi til greina en aukið fjármagn úr ríkissjóði þegar […]

Með frelsið að leiðarljósi

Til að beita megi úrræðum sóttvarnalaga þarf sjúkdómur að geta valdið farsóttum og ógnað almannaheill. Eftir því sem lengra líður frá upphafi faraldurs og þekkingin verður meiri verður að gera ríkari kröfur til stjórnvalda um að gæta meðalhófs. Aðgerðir mega hvorki ganga lengra né vara lengur en tilefni er til. Við verðum stöðugt að endurmeta […]

Breytt staða í heimsfaraldri

Frá upphafi var ljóst að viðbrögð við Covid-19-faraldrinum myndu fela í sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan kostnað. Þrátt fyrir það tók þjóðin þátt og fólk gerði sitt besta. Fólk áttaði sig á því að hér var vágestur á ferð og utanaðkomandi aðstæður gerðu það að verkum að eðlilegt líf fór úr skorðum. Veiran virðir ekki […]