Að láta verkin tala

Í dag eru tvö ár liðin frá því ég tók við embætti dómsmálaráðherra. Kjörtímabilið var þá hálfnað og ljóst að það þyrfti að bretta upp ermar til að ná markverðum breytingum í anda Sjálfstæðisstefnunnar áður en kjörtímabilinu lyki. Við réðumst meðal annars í stórsókn í stafrænni þróun undirstofnana ráðuneytisins og breyttum lögum þannig að foreldrar […]

Alvörulausnir í loftslagsmálum

Á liðnum árum hafa orðið gífurlegar framfarir í umhverfisvænum lausnum, betri nýtingu á auðlindum og sóun hefur minnkað. Á sama tíma hefur hugarfar og almenn þekking fólks á umhverfismálum gjörbreyst, þá sérstaklega á meðal yngri kynslóða. Þetta kemur einnig fram í breyttri hegðun neytenda. Fólk vill til að mynda vita hvaðan maturinn á diskinum kemur, […]

Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu

Við ræðum þessa dagana um margháttaðan vanda heilbrigðiskerfisins, verri þjónustu við leghálsskimanir og liðskiptaaðgerðir og vanmátt Landspítalans til að takast á við erfið verkefni. Í þeirri umræðu virðast flestir ganga út frá því sem gefnu að heilbrigðisþjónustan skuli kostuð og miðstýrð af ríkinu. Engar aðrar lausnir komi til greina en aukið fjármagn úr ríkissjóði þegar […]

Að stíga á verðlaunapallinn

Það var magnað að sjá þann árangur sem Annie Mist Þórisdóttir náði á heimsleikunum í crossfit um þar síðustu helgi. Sérstaklega í ljósi þess að hún eignaðist barn fyrir ári og hafði þar áður fallið úr leik á sama móti. Fyrir svona endurkomu, og til að ná þeim árangri sem hún náði í ár, þarf […]

Með frelsið að leiðarljósi

Til að beita megi úrræðum sóttvarnalaga þarf sjúkdómur að geta valdið farsóttum og ógnað almannaheill. Eftir því sem lengra líður frá upphafi faraldurs og þekkingin verður meiri verður að gera ríkari kröfur til stjórnvalda um að gæta meðalhófs. Aðgerðir mega hvorki ganga lengra né vara lengur en tilefni er til. Við verðum stöðugt að endurmeta […]

Hjúkrunarfræðingur eða smiður

Alþingi samþykkti í vikunni mikilvægt frumvarp um aðgengi iðnmenntaðra að háskólum. Um er að ræða frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á inntökuskilyrðum að háskóla fyrir nemendur sem vilja hefja nám til fyrstu háskólagráðu. Með frumvarpinu er lokapróf frá framhaldsskóla á þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalskrá framhaldsskóla nú metið til jafns við stúdentspróf. Þetta er ánægjulegt því eitt […]

Skilvirkar aðgerðir gegn skipulögðum glæpum

Eitt mikilvægasta verkefni lögreglunnar á næstu árum er baráttan gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan telur að 15 slíkir hópar séu að störfum í landinu. Margir þeirra stunda rekstur samhliða lögbrotunum til að styðja við ólöglegu starfsemina og til að þvætta peninga. Hóparnir eru af ýmsum þjóðernum og starfa flestir bæði innanlands og utan. Þessi veruleiki kallar […]

Drifkraftur efnahagslífsins

Eitt mikilvægasta verkefnið sem blasir við þjóðinni er að ná atvinnuleysinu niður. Þessi vágestur hefur ekki einungis í för með sér efnahagslega erfiðleika heldur einnig félagslegar afleiðingar sem erfitt er að meta til fjár. Um 11 þúsund manns hafa misst vinnuna frá því faraldurinn gerði fyrst vart við sig í fyrra og nú eru um […]

Meðalhófið skiptir máli

Eftir því sem áætlanir um bólusetningar ganga eftir mun þjóðlífið hér innanlands smám saman færast í eðlilegt horf í sumar. Á allra næstu dögum verða slegin met hér á landi í fjölda þeirra sem fá bólusetningu. Jafnframt er útlit fyrir að aukinn þungi færist í bólusetningar innan ríkja Evrópusambandsins á næstu vikum. Því má gera […]

Frumhlaup frá vinstri

Fyrr í vik­unni var full­yrt í frétt­um að viðbrögð stjórn­valda í far­aldr­in­um hefðu verið síðbún­ari og kraft­minni en í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við. Þess­ar fregn­ir byggðust á röng­um upp­lýs­ing­um frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sem nú hef­ur leiðrétt mis­skiln­ing­inn. Um­fang aðgerðanna var sagt um tvö pró­sent af lands­fram­leiðslu hér á landi en hið rétta […]